Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 45

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 45
ÓÐINN 45 sönglistinni, eða rjettara sagt brugðist henni. Hjet hann því oft með sjálfum sjer, að hann skyldi með einhverjum hætti reyna að bæta fyrir það, ef hann yrði þess umkominn, og þá helst með því að stuðla að því, að einhver íslendingur gæti fengið svo fullkomna söngmentun, sem framast mætti verða, og þá sjerstaklega í organslætti. Þess vegna var hann og fljótur að taka bendingu konu sinnar, að hjálpa frænda sínum, Páli Isólfssyni, til þess að leggja stund á sönglistarnám, í stað þess að leggja fyrir sig prent- araiðn, eins og hann var byrjaður á. ]. P. sá undir eins, að listamaður leyndist í prentnemanum, en hann hefði samt líklega hikað við að leggja út í það, að senda Pál til Þýskalands, ef hann hefði vitað, hvað það kostaði — þar sem kostnaðurinn margfald- aðist eftir að ófriðurinn skall á. En hann vissi það ekki, — til allrar hamingju, segir hann sjálfur, — og honum hefur auðnast að klífa þrítugan kostnaðar- hamarinn. Hefur hann þar með ekki aðeins veitt fjöldamörgum óblandna unun, sem listin ein getur veitt, heldur og aflað íslandi mikils álits á þessu sviði hinna fögru lista. Verst er, ef þjóðin getur ekki, sökum fátæktar, notið Páls Isólfssonar, og að listamaður þessi verði að dvelja lengstum erlendis og koma heim aðeins endrum og eins. Komur hans verða þá í rauninni til þess að koma mönnum í skilning um, hve mikils sönglistavinirnir fara á mis, af því að hjer vantar bæði hús og hljóðfæri við hæfi hans. Þegar saga hinnar íslensku sönglistar verður rituð og allra hinna helstu stuðningsmanna hennar getið, mun ]. P. verða að miklu og góðu getið. Framfar- irnar á sviði sönglistarinnar fara nú að verða æ stór- stígari með þjóðinni, þar sem hver listamaðurinn kemur öðrum meiri og stundar nám við fræga tón- listarskóla erlendis. En þegar þeir koma heim og virða fyrir sjer það, sem eftir frumbýlinga íslensku sönglistarinnar liggur, er ekki nema eðlilegt, að þeim virðist það fáskrúðugt, — borið saman við það, er blasir við þeim erlendis með þeim þjóðum, sem lengst eru komnar í þessum efnum. Framfarirnar blómgist og blessist á þessu sviði, eins og öðrum. — Er mjer sem jeg sjái, hvar musteri sönglistargyðjunnar rís mikið og veglegt upp með þjóð vorri, er fram líða stundir. En hæstu og tilkomumestu súlurnar í því líta ekki undirstöðusteinana lítilsvirðingaraugum. S. Kr. P. Sl Gunnar hreppstjóri Pálsson og Sigríöur Árnabjörnsdóttir. Gunnar hreppstjóri Pálsson er fæddur á Eyjólfs- stöðum á Völlum í Suður-Múlasýslu 27. okt. 1852. Foreldrar hans voru Páll Sigurðsson Guðmundssonar sýslumanns í Krossavík Pjeturssonar sýslumanns á Ketilsstöðum Þorsteinssonar sýslumanns á Víðivöllum. Móðir Páls Sigurðssonar var Ingunn Vigfúsdóttir prests Ormssonar á Valþjófsstað. Móðir Gunnars var Helga Benjamínsdóttir, hin mesta myndar- og rausn- arkona. Benjamín var ættaður úr Suður-Þingeyjar- sýslu. En móðir Helgu var Guðrún Vigfúsdóttir, ættuð úr Hróarstungu. Gunnar ólst upp með foreldrum sín- um til 10 ára aldurs, en fluttist þá að Berufirði til Þorsteins prests Þórarinssonar og Sigríðar Péturs- dóttur, og ólst upp hjá þeim hjónum fram til fullorð- insára. í Berufirði naut Gunnar hins besta uppeldis, fjekk meiri leiðbeiningar í bóklegum efnum, en títt var um unglinga í þá daga. En sjerstaklega mun bú- skaparatorkan og reglusemin á heimili þessara ágætis- hjóná hafa verið honum hinn besti undirbúningsskóli undir lífið. Vorið 1883 fluttist Gunnar að Ketilsstöð- um á Völlum til ekkjunnar Sigríðar Arnabjörnsdóttur, sem bústjóri, og gekk að eiga hana um sumarið 1884. Konu sína misti Gunnar 24. ágúst 1920, eftir 36 ára ástúðlega sambúð. Ekki varð þeim hjónum barna auðið, en nokkur fósturbörn hafa þau alið upp, og reynst þeim sem bestu foreldrar. Gunnar Pálsson er gildur meðalmaður á allan vöxt, fríður sýnum, einarður í allri framgöngu, örlyndur, en kann þó vel að stilla skap sitt, en eigi hefur honum verið gjarnt að láta hlut sinn í skoðunum, nema full rök komi til. Atorku- og dugnaðarmaður hefur Gunnar verið hinn mesti, og fyrirmynd í búnaði, bæði að dugnaði og hagsýni. Hefur bú hans (á V2 Ketils- stöðum) verið með hinum stærstu á Hjeraði, og hefur hann til þessa tíma jafnan gengið sjálfur fyrir verkum á sumrum, og hirt lömb sín og reiðhesta á vetrum, enda er hann hestamaður mikill og fjármaður góður, Þegar Gunnar byrjaði búskap, var lítið farið að gera að jarðabótum hjer austanlands. Mikið af Ketilsstaða- túni var krappaþýft og alt ógirt. Nú er þýfið horfið, en rennsljettur töðuvöllur kominn í staðinn. Hefur hann þannig sljettað nær 15 dagsláttur, og einnig er nú túnið algirt, með vandaðri girðingu. Útengi hefur Gunnar einnig bætt með girðingum og vatnsveiting-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.