Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 3
ÓÐINN 3 límabili höfðu orðið stórfeldari breytingar en allar 10 undanfarandi aldir. Landið hafði fengið innlenda stjórn og það hafði nægilegt fje til umráða. Sam- göngur voru orðnar mjög góðar, akfærir vegir víða, símasamband um landið og við útlönd. Ibúar höfuð- staðarins höfðu nær sexfaldast, öll þægindi manna blæ, íburðarmiklar, um of á vissum sviðum, og fremur til að sýnast en vera. Viðhafnarmeiri voru þær miklu en áður, en jeg efast um, að þær hafi verið eins hjartanlegar og fyr, nema ef til vill síðustu dagana, því Friðrik konungi VIII. var lagið að vinna hjörtu, og hann vann þau. Að minsta kosti finst mjer, að húrraópin væru hljómmeiri og bergmálið hvellara, þegar Christian IX. reið upp úr Almannagjá af Þing- völlum, heldur en þegar Friðrik VIII. reið niður í hana í broddi fylkingar, og var þó ólíku meiri fjöldi þá staddur í gjánni en 1874, en húrraópin urðu hljóm- Konungur og drotning á leið frá landtökustaðnum til bústaðar síns, í Mentaskólanum. ■voru margfalt meiri en áður og margir vel efnaðir menn orðnir. Hugsunarháttur manna var gerbreyttur. Áður kvað hæst við í barlómsbumbunni, en nú var búið að kasta henni út í horn og fáir fengust til að berja hana. Það var því ólíku hægra að taka á móti konungi 1907, heldur en 1874, enda var viðtakan ólíku veg- legri þá. Viðtökurnar 1874 voru með miðalda-sniði og þeim því samfara öll hennar einkenni og eiginlegleikar, þær voru einfaldar og látlausar, en hjartanlegar. Viðtökurnar 1907 voru að flestu leyti með nýtísku- meiri eftir þvf sem á ferðina leið, og einróma, almenn og hljómmikil urðu þau á Kolviðarhóli, er konungur hafði haldið ræðu sína þar um bæði ríkin. Þótt stutt sje liðið frá síðari konungskomunni 1907, og þótt jeg væri að eins tæpra 12 ára 1874, þá standa þó þeir dagar, er Christian IX. dvaldi hjer og á Þingvöllum, miklu greinilegri fyrir mjer, heldur en þeir dagar, er Friðrik VIII. dvaldi hjer, og var jeg þó hvern dag meira eða minna í námunda við hann. Þetta er eðlilegt og almenn reynsla; æskan stendur altaf glöggara fyrir manni heldur en þeir atburðir, sem gerast á efri árunum. En auðvitað má ekki alveg

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.