Óðinn - 01.01.1928, Page 5

Óðinn - 01.01.1928, Page 5
Ó Ð I N N þau heim, enda mun svo fara fyrir flestum Mývetningum, að þeim gengur illa að festa yndi til langframa fjarri sveilinni sinni. Þau Hjálmar og Sigriður settust nú að á Syðri- Neslöndum og þar ólst svo sjera Helgi upp. Mývetningar hafa lengi haft orð á sjer fyrir það að vera miklir íþróttamenn, sjer í lagi góðir glímumenn, sundmenn og skautamenn. Á upp- vaxtarárum sjera Helga mun iþróttalíf Mývetn- inga hafa staðið með miklu fjöri, og tók sjera Helgi mikinn þátt í þvi, og það mun óliætt að segja, að fáir munu hafa staðið honum framar í íþróttum, þegar hann var búinn að ná fullum þroska. Og enn þann dag í dag ber hann það með sjer, að hann hefur verið iþróttamaður í æsku. Árið 1887 fór sjera Helgi í lalínuskólann og útskrifaðist þaðan 1892. Gekk síðan á presta- skólann og lauk þar prófi 1894. Veturinn eftir var hann kennari við barnaskólanti í Húsavik, en fjekk svo veitingu fyrir Eyvindarhólum í Rangárvallasýslu 1895, en fór aldrei þangað. Fjekk svo veitingu fyrir Helgastöðum i Reykja- dal og var vígður þangað 1895. Á Helgastöðum sat sjera Helgi svo til 1907, en þá rjeðist hann aðstoðarprestur til sjera Bene- dikts Kristjánssonar á Grenjaðarstað. Tók þá sjera Helgi við staðnum að öllu leyti, en sjera Renedikt fluttist til Húsavikur. í fjögur ár var sjera Helgi aðstoðarprestur á Grenjaðarslað, en þjónaði jafnframt Helgastaðakalli. Veitingu fyrir Grenjaðarstað fjekk hann svo 1911 samkvæmt kosningu safnaðanna og voru þá brauðin sameinuð, og síðan hefur sjera Helgi setið á Grenjaðarstað. Sjera Helgi er vel vaxinn — þrekinn og kná- legur — og getur varla höfðinglegri mann en hann að vallarsýn og allri framgöngu. Svipur- inn bjartur og festulegur og auðsýnn skörungs- bragur á svipnum. Eins og nærri má geta hafa mörg störf hlað- ist á sjera Helga fyrir utan kennimannsstörfin. Hefur hann setið mörg ár í hreppsnefnd og um hríð verið oddviti, og fleiri opinber störf hefur hann haft með höndum og hefur þeim jafnan verið vel borgið í höndum hans. Og þó úfar hafi stöku sinnum risið milli hans og einstakra manna í sveitarmálum, hefur slíkt hjaðnað niður fljótlega, þvi allir hafa kunnað að meta stað- festu hans og drengskap, enda er maðurinn hollráður og framsýnn. Sem prestur hefur sjera Helgi verið vinsæll, enda mun leitun á jafn 5 skylduræknum embætlismanni sem honum, og er þó prestakallið stórt, þar sem þjóna þarf fjórum söfnuðum og vegir fremur erfiðir, þó að þeir hafi fremur lagast á seinni árum. Þessi ár, sem sjera Helgi er búinn að sitja á Grenjaðarslað, hefur hann lagt stórfje í það að bæta jörðina, halda við byggingum og auka þær. Hann hefur veitt vatni úr Laxá, um Iangan veg, bæði á tún og engi, og er Hklega óhætt að segja, að töðufall hafi aukist um V3 °8 úthey hart nær um helming. Mun óhætt að segja, að fáir prestar hafi setið Grenjaðarstað með meiri rausn og skörungsskap en sjera Helgi hefur gert, enda veit jeg að honum er það metnaðarsök að halda við og auka hina fornu rausn staðarins. Frú María Elísabet er fædd i Hítarnesi á Mýrum 1. janúar 18G9. Faðir hennar var sjera Jón Björnsson Jónssonar frá Búrfelli, en kona sjera Jóns var Ingibjörg Hinriksdóltir skipasmiðs af Akranesi. ólst Elísabet upp i Hítarnesi, en flultist svo með foreldrum sínum að Ásgautsstöðum við Stokkseyri, því sjera Jón fjekk Stokkseyrarbrauð og þjónaði því lil æfiloka og var hinn ástsæl- asti kennimaður. Árið 1893, 17. september, giftist Elísabet sjera Helga. Ekki hefur þeim hjónum orðið barna auðið, en eina kjördóttur eiga þau, Sofiíu að nafni, og er hún gift Guðmundi Guðjónssyni bifreiðarstjóra í Húsavík. Auk Sofiiu hafa þau alið upp að mestu þrjú fósturbörn. Frú Elísabet er fríð kona og glæsileg og hin alúðlegasta í allri framgöngu. Hún er greind kona og söngelsk og hefur aflað sjer svo mik- illar mentunar í söng, að slíks munu vera fá dæmi þeirra kvenna, sem lengst æfi sinnar hafa dvalið í sveitum. Grenjaðarstaðarheimili er við brugðið fyrir gestrisni og alúð við alla, sem þangað koma, en þeir eru margir. Fyrst og fremst nágrannagestir og svo útlendir og innlendir ferðamenn. Munu allir vera sammála um það, að varla sje hægt að óska sjer betri viðtakna en menn eiga að mæta á Grenjaðarstað, enda eru þau hjón sam- hent í því að taka vel á móti gestum. Að lokum veit jeg að það er ósk allra kunn- ugra, að þeim Grenjaðarstaðarhjónum megi end- ast heilsa og líf að sitja Grenjaðarstað enn í mörg ár með þeim skörungsskap og sæmd, sem þau hafa gert undanfarin 20 ár. Pingeyingur.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.