Óðinn - 01.01.1928, Síða 12

Óðinn - 01.01.1928, Síða 12
12 Ó Ð I N N var frá Þórshöfn, sonur kaupmanns þar, en Julius var utan úr eyjum, jeg man ekki hvaðan. Þeir voru báðir mjög efnilegir og góðir drengir. Sophus var mjög röskur og fjörmikill drengur, skemtilegur og góður. Allir þessir piltar komu oft til mín og sagði jeg þeim sögur frá Islandi bæði nýjar og fornar. Ávalt síðan, er jeg hefi hitt þá, hafa þeir tekið á móti mjer opnum örmum. Þegar vora tók vorum við oft úti og gengum langa vegi og ljekum saman á ýmsan hátt. Á rennur gegnum bæinn, eða stór lækur. Þar uppi í dalnum fyrir ofan bæinn rann lækurinn í þrengslum með háum bökkum báðumegin. Einu sinni, er við vorum þar uppi drengirnir og jeg, var jeg að segja þeim úr Njálu, um hlaup Skarphjeðins á Markarfljóti. Þeir hjeldu því fram, að það væri ómögu- legt að stökkva svo langt. Þeir sögðu, að það væri ekki einu sinni hægt að hlaupa þarna yfir lækinn. Jeg hjelt því fram að það væri enginn vandi. Svo ögruðu þeir mjer að gera það. Það hljóp í mig móð- ur og langaði mig til að sýna þeim hvað nútíma ís- lendingar gætu. Svo tók jeg tilhlaup mikið; það var heldur undan brekku og fanst mjer þá eins og heið- ur minn og íslendinga væri í veði, ef jeg hefði ekki hlaupið. Jeg kom á brúnina hinumegin og var mjórra muna vant, hvort jeg færi aftur á bak ofan í lækinn eða áfram. Jeg fór samt áfram og gat fótað mig. Við mældum svo breiddina og var hún nær 7]/2 alin. Ekki vildi jeg gera það aftur, því jeg vissi að jeg mundi ekki geta það, er ofurkappsmóðurinn væri farinn. Jeg reyndi oft seinna að stökkva sömu lengd, en tókst það aldrei. Það var víst heiður íslands sem bar mig yfir. Þá sannfærðust þeir um að slík hetja sem Skarphjeðinn hefði getað stokkið 12 álnir, þar sem nútíma væskill gat stokkið 7J/2 alin. — Á þess- um skemtiferðum var stundum kennari einn með okkur. Hann hjet Jakobsen, en fornafnið get jeg ekki munað, ágætur ungur maður og einn af forgöngu- mönnum fyrir viðreisn færeyiska málsins. Við vorum miklir mátar og hann kendi færeyisku í Föringafje- lagi. — Oft dvaldi jeg í huganum heima og skrifaði brjef með næsta skipi. Hugur minn var oftast í skólanum hjá þeim skólabræðrum mínum og einkum hjá mínum »Urðarbræðrum«, en það voru þeir Þorsteinn Gísla- son og Benedikt Þ. Gröndal. Við höfðum þá um veturinn áður en jeg fór stofnað skáldablað í »Fram- tíðinni*, hjet blaðið »Urður«, en við hjetum Gasi (B. Þ. G.), Gúni (Þ. G.) og Tóki (jeg), en Urðar- feður eða yrðlingar vorum við kallaðir af skólabræðr- um. »Urður« flutti tóm ljóð og að eins greinargerð um ritstjórn blaðsins. Sat jeg stundum í herbergi mínu og orti þá saknaðarljóð til íslands, eða hjart- næm vinakvæði um oss sjálfa, Urðarfeður. Jeg samdi líka skáldsögu á dönsku á háfleygu »fjóludalsmáli«, með blómabrekkum, fuglasöng og fossaniði í, að jeg ekki tali um rómantíska ást, var hún bæði alvarleg og viðkvæm, og þótti drengjunum í Þórshöfn mikið til hennar koma. Jeg býst við að hún mundi verka öfugt nú við það sem til var ætlast, ef hún væri lesin nú, en á því er engin hætta, því vjer ungir menn á þeirri tíð gátum ekki þotið með alt á prent, undir eins og vjer eignuðumst eitthvert andans afkvæmi, hvað gott sem það var í vorum augum sjálfra; var það mikil blessun bæði fyrir oss sjálfa og bókment- irnar. — Þegar »Laura« kom frá Kaupmannahöfn á leið til Islands, varð jeg mjög feginn að sjá landa aftur. Með henni var kaupmaður Thor Jensen. Hann grunaði víst, að eitthvað væri örðugt hjá mjer og bauð mjer að kosta ferð mína heim, ef jeg vildi koma með. Það var að vísu freisting, en jeg neitaði því þó; mjer fanst jeg ekki geta farið að svo stöddu sóma míns vegna. En jeg var afarþakklátur fyrir þetta tilboð; mjer fanst í því vera svo mikið drenglyndi, þar sem jeg var að öllu ókunnur Thor Jensen nema af sam- ferðinni með »Lauru« til Færeyja. Þegar »Laura« var farin, tók jeg hugrekki til mín og talaði við konuna, sem stóð fyrir gistihúsinu, og sagðí henni, hvernig ástatt væri högum mínum og borgaði henni það sem jeg hafði unnið mjer inn við kenslu. Það var ekki upp í helmingin af því, sem jeg skuld- aði. Samdist svo með okkur, að jeg skyldi vera þar til vors og sjá þá, hverju fram yndi. Mjer leið enn þá betur á eftir. Þau reyndust mjer ætíð mjög góð, Diurhuus og hún. Nokkru eftir páska, er kominn var góður gróður, gekk jeg einn dag til Kirkjubæjar. Það er hjer um bil tveggja tíma leið yfir fjall að fara. Hlíðin er brött Kirkjubæjarmegin en svo landræma sljett er niður er komið. Það er att ræktað land og er þar stórt kúabú. Þar var og heill hópur af aligæs- um og þótti mjer þær láta allófriðlega; teygðu þær fram gogginn og bljesu. Það var ekki laust við að jeg væri hálfhræddur við þær. En er heim var komið urðu viðtökurnar hlýrri. Það var tekið á móti mjer opnum örmum. Gömlu hjónin voru mjer fram úr skarandi góð og systkinin mjög skemtileg. Jeg skoð- aði mig þar um kring og þótti mjög merkilegar hinar fornu rústir. Dómkirkjuveggirnir gnæfa þar upp háir og allhrikalegir, og var auðsjeð að það hefði orðið stórt hús, ef undir þak hefði komist, en er biskups-

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.