Óðinn - 01.01.1928, Side 17
Ó Ð I N N
17
Fóru brjef og boðsendingar milli sjómanna á fjörð-
unum og kom svo, að haldinn var fundur á hverjum
firði og kosinn maður til þess að ráða fram úr þessu
máli. Áttu þeir kosnu menn að eiga fund með sjer
á Seyðisfirði. ]eg var kosinn fyrir hönd sjómanna á
Mjóafirði. Jeg fór svo á tilsettum tíma til Seyðis-
fjarðar, og var þar samþykt að semja við kaupmann
Otto Wathne um flutning suður. Svo voru fimm menn
kosnir til þess og var jeg einn af þeim. Svo gengum
við á fund Wathnes og tók hann okkur mjög ljúf-
mannlega og samdist svo með okkur, að Wathne
skyldi senda gufubátinn »Vaagen« 15. septem-
ber og aftur þann 24. september suður um land og
átti fargjaldið að vera 10 krónur á mann, lestarpláss.
En við áttum að ábyrgjast honum 150 manns í fyrri
ferðina, og 100 í þá seinni. Var þetta bundið fast-
mælum og undirritað af Wathne og okkur öllum. Á
meðan jeg var í þessum leiðangri gerði stórveður og
foráttubrim. Lá við sjálft að bátana tæki út og meðan
menn voru að bjarga bátunum tók út fiskistakk, og
var áætlað að við, sem áttum hann, hefðum tapað þar
30 krónum hver. Þetta fjekk jeg að vita, er jeg kom
heim. Nokkrum dögum seinna fór húsbóndinn til
Seyðisfjarðar og setti mig til að vekja á meðan
og lánaði mjer úrið sitt. Eftir að hann kom heim,
hjelt jeg áfram að vekja, það sem eftir var tím-
ans. Mjer þótti það tilvinnandi til þess að hafa
úr upp á vasann, en það hafði jeg aldrei haft
áður. Einn laugardag var farin ferð til Seyðis-
fjarðar og komu þeir, sem fóru, aftur um kvöldið
og höfðu með sjer kút fullan af brennivíni. Dag-
inn eftir fór jeg snemma upp á fjall að leita berja
og skemta mjer við útsýnið hátt uppi. Jeg kom
heim um nónbilið og var það fremur leið aðkoma.
Allir karlmennirnir voru fullir og alt var í uppnámi.
Húsbóndinn og formaður minn höfðu orðið missáttir
og lent í áflogum, sem enduðu með því að formað-
urinn stökk blóðugur burtu til næsta bæjar og sagði
upp stöðu sinni. Jeg varð svo stöðugt að ganga milli
og stilla til friðar og var það all-erfitt verk. Loks
komust þeir allir í rúmið um sex leytið. Um kveldið
kl. 11 vakti jeg þá, því sjóveður var hið besta. Jeg
sagði húsbóndanum vel til syndanna og kvað illa farið
með sunnudaginn. Hann tók þessu mjög vel og lof-
aði því að aldrei skyldi þetta koma fyrir aftur, og
mætti jeg lesa húslestur á hverjum sunnudegi það
sem eftir væri. Hann bauð mjer að vera formaður
á bátnum og fá formannskaup, en sjálfur skyldi hann
vera háseti og aðstoða mig í formenskunni. Jeg tók
þessu fjarri og hótaði að fara burt, ef jeg mætti ekki
sækja formanninn næsta morgun og skyldi hann biðja
hann fyrirgefningar og þóknast honum eitthvað fyrir
áverka og vansa. Hann lofaði því. Svo um morgun-
inn fór jeg út að Krossi og fann formanninn. Hann
var fyrst talsvert æstur, en jeg hjelt því fram að sökin
væri hans, og segðist talsvert á því að berja hús-
bóndann. Krafðist jeg þess að hann kæmi heim með
mjer og bæði húsbóndann fyrirgefningar. Svo kom
hann með mjer, og er þeir hittust, báðu þeir hvor
annan fyrirgefningar, og alt komst í samt lag aftur.
Aðeins einu sinni komumst við í hann krappann. Við
höfðum róið eitt kvöld í besta veðri; við fiskuðum
vel um nóttina. En um morguninn snemma lágum við
undir Norðfjarðarbjargi í sólskini og logni, nýbúnir
að leggja. Flestir bátar voru farnir af stað í land.
Alt í einu sáum við kolsvarta rák inni á firðinum.
Hún breikkaði og færðist nær, við sáum hvernig sjór-
inn ýfðist upp og skein í hvíta sjávarfroðuna, er nær
kom. Enn lágum við í logni. Svo rerum við út að
línunni og fórum að draga; þá skall ofviðrið á okkur
alveg eins og fellibylur og rótaði sjónum upp. Brátt
stóð alt í einu hvítu löðri. Við reyndum enn að draga.
Það var mikill fiskur á línunni. En brátt varð ofviðrið
okkur yfirsterkara. Við sáum færeyiskan bát, er var
að draga rjett hjá okkur. Svo sáum við að hann skar
sundur línu sína og hleypti svo undan til Norðfjarðar.
Við vorum svo skamt á línuna komnir, að við gátum
lagt út það, sem við höfðum tekið inn, og tókum svo
að róa í land. Stundum miðaði okkur ekkert og
stundum rak okkur undan ofviðrinu og sjóganginum.
Svo streyttumst við í nokkra klukkutíma. Einn varð
alt af að standa í austri, því svo mikið gaf á. Jeg
var innst inni hræddur, en ljet það ekki á mig ganga
og reyndi að skemta mjer við þá mikilfengu sýn, að
sjá sjóinn í æðigangi sínum, og neyddi jeg mig til
þess að slá upp á gamni og ýmsri dægrastytting,
kveðskap og köldum hlátri. Svo rerum við þannig í
9 klukkutíma, leið sem nam aðeins eins klukkutíma
róðri í góðu veðri. Svo náðum við vör einni fyrir
utan Kross og var þar góð landtaka og voru þar
komnir menn frá Krossi og að heiman að taka á móti
okkur. Þetta var eina svaðilförin, sem við fengum.
Er nú fljótt yfir sögu að fara það sem eftir var tím-
ans. Þann 15. september kom »Vaagen« og fóru þá
þrír frá okkur suður og fjekst þá full tala sú, er á-
skilin var. Svo biðum við, sem eftir urðum, til þess
24., er »Vaagen« átti aftur að koma. Jeg var þá al-
búinn til fararinnar. Húsbóndinn kom hlut mínum í
peninga vel og reiðilega. Síðan gaf hann mjer úrið
sitt fyrir að vekja, og var það fyrsta úr sem jeg eign-