Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 19
6 Ð I N N
19
manns á Norðfirði, og fleiri. Voru þetta alt góðir
vinir mínir. Sjómennirnir voru í miðskipslestinni og
bjuggu þar eins vel um sig og þeir gátu. Skipstjór-
inn ljet sjer mjög ant um þá og útvegaði þeim þó
nokkuð af ábreiðum og ljet rýma sem best til fyrir
þá. Hovgaard skipstjóri var mjög vinsæll, svo að jeg
hygg að fáir skipstjórar hafi á þeim tímum verið í
eins miklu uppáhaldi hjá landsmönnum og hann.
Sjómennirnir höfðu mat með sjer sjálfir og keyptu
heitt vatn í kaffið. Vatnið kostaði 5 og 10 aura eftir
stærð könnunnar og fanst mönnum það nokkuð dýrt,
og yrði það ekki svo lítið fje samandregið á svo
langri ferð. Komu þeir með þessi vandkvæði eins og
önnur til Hovgaards, en hann sagðist ekki hafa nein
umráð þar yfir og ætti eldamaður sjálfur peningana,
sem fyrir vatnið kæmi. Vmsar fleiri kvaðir voru þeir
með til skipstjórans. Annan daginn, sem við vorum á
leiðinni, kallaði Hovgaard á mig og sagði mjer, að
hann skyldi láta mig fá frítt far til Reykjavíkur, ef
jeg gæti jafnað svo málið milli eldamanns og sjó-
manna, að báðum líkaði vel, og gæti jeg svo verið
milliliður milli sín og þeirra, ef þeir hefðu um eitt-
hvað að kvarta. ]eg fór svo og átti fund með sjó-
mönnum og fólu þeir mjer að koma þessu í kring.
Jeg átti tal við eldamann og sýndi honum fram á,
að þetta væri alt of mikið og spurði hann, hvort
hann vildi ekki heldur fá eina summu og láta þá svo
fá það vatn sem þyrfti með. Hann var fús til þess
að láta þá fá ótakmarkað vatn tvisvar á dag, kl. 8—9
á morgana og kl. 7—8 á kveldin. Könnurnar voru
rjettar niður og upp um glufu á þilfarinu uppi yfir
eldaskála. Var það tilskilið að jeg stæði þar á verði
þá klukkutíma. Þegar þessu var komið í kring, sagði
skipstjóri mjer að þetta væri ágætt og hefði jeg nú
frítt far, og svo gerði hann meira; hann Ijet mig hafa
herbergi fyrir mig á ganginum á 2. farrými, það var
herbergi þjónsins og var hann fluttur eitthvað annað.
Mjer fanst jeg vera orðinn einhver herramaður, og
gat nú boðið skólabræðrum mínum inn til mín til að
rabba saman eða spila. Hovgaard var mjer mjög
góður og bauð mjer stundum inn til sín. Jeg átti
ýmsa góða vini á öðru farrými, þar á meðal Karl
Einarsson og Pálínu móður hans, sem var á leið
suður til þess að dvelja í Reykjavík um veturinn með
syni sínum og dóttur. Jeg ljet þau fá heitt vatn eins
og þau vildu, og fjekk ríkulega í staðinn hið ágæta
kaffi, sem frúin bjó til. Aðrir á öðru farrými urðu að
kaupa vatn, því þeir voru ekki með í samningnum.
Ferðin var bæði löng og ströng fyrir norðan land,
mikil illviðri og erfitt til athafnar. Á Sauðarkróki lág-
um við í fimm sólarhringa, og var jeg þá talsvert í
landi, því öllu var óhætt. Einn morgun snemma hljöp
jeg út á Reykjaströnd að Fagranesi að finna sjera
Árna og mína kæru vini þar, og kom þangað um
fótaferðartíma. Auðvitað barði jeg ekki að dyrum, en
óð inn í baðstofum öllum að óvörum, og alla leið
inn í prestsherbergið og náði prestinum í rúminu.
Urðu nú heldur en ekki fagnaðarfundir. Meðan frú
Elín var að búa til kaffið, sat jeg á stól hinumegin
við borðið gegnt rúmi prestsins og sagði um alt, sem
á dagana hafði drifið. Alt í einu kom stóra kisa inn,
og er hún sá mig, mjálmaði hún og stökk þegar upp
í kjöltu mína og fór að mala og horfði með svo
miklum ánægjusvip á mig, að jeg hálfviknaði. Mjer
þótti næstum því eins vænt um þennan móttökufögnuð
eins og þann, er vinir mínir sýndu mjer. Nú má
hver segja sem vill, að kettir geti ekki verið bæði
tryggir og minnugir, því jeg hef þetta og fleiri dæmi,
er sýna trygð þeirra og minni. — Fram eftir degi
var jeg á Fagranesi með miklum fögnuði. — Næsta
dag tók jeg mjer skemtigöngu upp að Heiði og
Veðramóti. Drengirnir á Veðramóti voru alt af í
kringum mig. Þeir höfðu sýnilega stækkað og þrosk-
ast vel á þessu hálfu öðru ári. Fyrir mig voru þessir
fimm dagar á Sauðárkróki hreinasta hátíð, og í eigin-
girni minni tók jeg mjer ekki nærri, þótt allir aðrir
á skipinu bölsótuðust yfir biðinni. Svo loks hjeldum
við af stað og sigldum út Skagafjörð í allgóðu veðri,
en undiralda var þó enn allþung. Á lágþilfarinu voru
allir á öðru farrými uppi og þar stóðu margar tunn-
ur, er fara áttu til Skagastrandar. Einn af farþegun-
um sat á tunnu og ljek fjörug danslög á harmóniku.
Vmsir fóru að dansa, þótt danssalurinn væri ekki sem
rúmbestur. Þegar komið var út fyrir Tindastól var alt
í bestu skemtun. Það var borðunartími á fyrsta far-
rými. Alt í einu legst skipið alveg á aðra hliðina, þá
er frá landi vissi, svo að kolblár sjór svall upp á
borðstokkinn. Allir hinir dansandi fóru út í þá hlið-
ina og þar ægði öllu saman, tunnum og fólki. Svo
reis skipið hægt upp og veltist á hina hliðina og alt
fór í einni skriðu þangað. Sumir hlógu, aðrir báðu fyrir
sjer í ofboði og jeg vil ekki segja hvað sumir sögðu.
— Eftir fyrstu veltu kom skipstjóri þjótandi upp á
stjórnarpall. I seinni veltunni rann sjórinn inn á lág-
þiljurnar og gerði það ekki glundroðann minni. Svo
náði skipið aftur á rjettan kjöl og brunaði áfram eins
og ekkert hefði í skorist. Á eftir varð úr þessu kæti
tilbreytingarinnar, og gortuðu allir af, hvað þeir hefðu
verið hugrakkir. Það þótti líka skemtun að heyra að
allur maturinn á fyrsta farrými hefði farið ofan í