Óðinn - 01.01.1928, Side 20
20
Ó Ð I N N
keltur þeirra, er veggmegin sátu. Orsökin til þessa,
fengum vjer að vita, hafði verið sú, að skipið sigldi
yfir boða, sem brotnaði rjett í því. Skipsmenn sögðu
að skipstjóri hefði verið afarreiður 2. stýrimanni, er
stjórnina hefði haft. — Svo sigldum við um daga og
svo sigldum við um nætur og komum á hvern fjörð á
Vestfjörðum. Og loks á 19. degi frá því við fórum
frá Seyðisfirði, sigldum við inn í Faxaflóa snemma
morguns. Nú var farið að úthluta peningunum frá
Wathne og urðu það 5 kr. 87 aur. á mann. Erfitt var
að skifta þessu í smátt, en það tóksf. Þá áttu sjó-
menn fund með sjer í lestinni og samþyktu að senda
Hovgaard skipstjóra þakkarskjal fyrir framkomu hans
við þá, og var mjer falið að semja það. Að því loknu
voru kosnir 2 menn til þess að fara með það með
mjer til skipstjórans. Hann tók þessu mjög vel og
varð auðsýnilega glaður við. Þennan dag komst jeg
nær í lífsháska. Jeg sat og var að drekka kaffi inni
á öðru farrými og varð mjer það á að segja: »Það
vildi jeg óska að við ættum enn þá 19 daga eftir til
Reykjavíkur«. Jeg hefi víst sagt það í þeim sannfær-
ingarróm, að allar konur og stúlkur risu upp og lá
við sjálft að þær rifu mig í sundur, og slapp jeg þó
með lífi frá þeim. — Svo komum vjer til Reykja-
víkur þ. 23. október um kvöldið. Er þetta ein af
þeim bestu og skemtilegustu sjóferðum sem jeg hef
farið. Þegar jeg skilaði farseðli mínum, fjekk jeg pen-
inga þá affur, sem jeg hafði goldið fyrir hann á
Seyðisfirði. Hjelt jeg mjög hróðugur í land.
Seinustu skólaárin.
Margir vinir mínir fögnuðu mjer vel. Mamma varð
og fegin komu minni, hún hafði leigt sjer herbergi á
Laugaveg 15 í húsi góðrar og merkilegrar konu, frú
Kristínar Johnsen. Hún var ekkja og átti uppkomin
börn. Var sonur hennar sjera Ólafur Ólafsson, þá
prestur að Lundi í Borgarfirði. Og dóttir hennar var
kona sjera Jóseps Hjörleifssonar, prests frá Undirfelli
í Vatnsdal. Tvær dætur voru ógiftar heima. Frú
Kristín og dætur hennar voru mömmu ákaflega góð-
ar og urðu þær miklar vinkonur frú Kristín og
mamma. Mjer var boðið húsnæði og morgunverður í
Vinaminni, hjá frú Maríu Einarsdóttur, en hún var
systir frú Soffíu, konu Sigurðar prófasts Gunnars-
sonar, og móðir frú Kjerúlf, konu Þorvarðar Kjerúlfs
hjeraðslæknis. Var hjá frú Maríu dóttursonur hennar,
Eiríkur sonur Þorvarðar læknis. Var hann kominn í
skóla í fyrsta bekk og átti jeg að hjálpa honum með
námið.
Jeg sjálfur var utan skóla og ætlaði mjer að lesa
undir burtfararpróf það sem jeg hafði afgangs af tíma
frá kenslu. Jeg fjekk talsverða kenslu þann vetur og
varð lítið úr lestri. Frú María var hin mesta sæmd-
arkona, bæði góð og guðhrædd. Hjá henni var kona
að nafni Kristín Oddsdóttir og hafði jeg mikla upp-
byggingu af að tala við hana um trúarefni, því hún
var heit í trú sinni og vel að sjer. Hún las mikið
predikanir »Blædels«, dansks prests við Garnisons-
kirkjuna í Kaupmannahöfn, og fleiri góðar guðsorða-
bækur, og varð mjer þetta góður styrkur í hinu unga
og óljósa trúarlífi mínu. Annars hafði jeg ekki sam-
fjelag við neinn í trúarefnum og flíkaði ekki heldur
trú minni við neinn. En jeg var samt glaður og ör-
uggur með þá trúarreynslu, sem jeg hafði hlotið. En
samt var hún ekki svo sterk að ekki gætu komið
stundir þar sem þess gætti lítið, og stundum kom
veraldarólga upp í sál minni og allskonar skáldskap-
argrillur. Astarharmurinn kom líka stundum og knúði
mig til að yrkja svæsin ljóð, full af sárri tilfinningu,
eða þá viðkvæmar »elegiur« með heitri meðaumkvun
með sjálfum mjer. En flestu af því fleygði jeg seinna,
en sumt las jeg upp í »Framtíðinni«, í blaðinu »Urð-
ur«. Vorum við mjög saman Urðarfeður og var með
okkur hin besta vinátta. Þrátt fyrir þessi mörgu
»skapbrigði«, en svo þýddi jeg þá danska orðið »stem-
ninger«, var jeg langt frá því að vera einmana. Jeg
átti altof marga vini meðal skólabæðra minna til
þess. Vil jeg nefna þá Knud Zímsen, Eggert Claessen
og Jón Þorláksson, sem voru mjer mjög kærir og
komu oftlega til mín þann og næsta vetur. Þar að
auki voru margir aðrir, og hafði jeg þá ýmsan fje-
lagsskap við þá. Það voru margskonar markmið, sem
þau stefndu að þessi fjelög; voru sum nokkurskonar
málfundafjelög, voru í þeim nokkurir piltar og komu
við og við saman að æfa sig í að ræða ýms mál;
sumir komu saman að fá sjer tafl o. s. frv. — Jeg
hjelt einn mánuð skrá yfir alla, sem komu til mín, og
var það sama, hvort þeir stóðu stutt eða lengi við.
Ekki man jeg hvað margir komu, en einn kom 63
sinnum og annar 61 sinni og þriðji 57 sinnum. Þessir
urðu hæstir að heimsóknatölu, en glaður er jeg nú
yfir því að hugsa til þess, að þessir þrír voru dúxar
og semídúxar í sínum bekkjum, svo að á því sjest
að það var samt enginn slæpingsháttur á þeim. Þessir
voru: Knud Zímsen, Eggert Claessen og Jón Þor-
láksson. Þann vetur tók jeg Iíka mikinn þátt í skóla-
lífinu, enda þótt jeg væri utanskóla. Jeg var í »Fram-
tíðinnic, bindindisfjelagi skólans, náttúrufræðisfjelaginu
og í þremur eða fjórum bekkjarfjelögum, einskonar