Óðinn - 01.01.1928, Síða 33

Óðinn - 01.01.1928, Síða 33
Ó Ð I N N 33 sfytting. Það var á leiðinni til Skotlands. Okkur fanst að kosturinn vera farinn að verða heldur slæmur á öðru farrými og voru margir óánægðir með hann; jeg var það nú ekki, því jeg hafði ágæta matarlyst og þurfti mikið að borða, eins og jeg þarf alt af á sjó. Svo einn dag fengum við flesk í miðdagsmat. Það var mjög salt og ekki laust við að það væri dálítið þrátt. Það voru margir, sem ekki gátu bragðað það. Var þá samþykt að kæra Hansen bryta fyrir skip- stjóra Christiansen. Var þriggja manna nefnd send á kafteinsfund og áttu þeir að hafa með sjer sýnishorn af fleskinu. Þeir fóru af stað og komu á óheppilegum tíma til skipstjóra, því að hann ætlaði víst að fara að leggja sig. Hann brást ógurlega reiður við og skamm- aði sendinefndina fyrst og fremst og siðan alla ís- lenska stúdenta, og ljet sem óður væri; tók hann afþeim diskinn og æddi um alt fyrsta farrými og ljet þá, sem hann hitti, smakka á til þess að finna, hvort það væri boð- legur matur, og voru margir svo smeikir, að þeir þorðu ekki annað en að segja, að þeim fyndist það ætilegt. Svo rak skipstjóri hina háu sendinefnd aftur fram á annað farrými. Hann æddi um afturdekkið og rakst þar á Sig- urð Pjetursson frá Ananaustum, hinn prúðasta og ágæt- asta pilt, vindur sjer að honum og segir: »Kunde De spise det Flæsk?* Sigurði varð ógreitt um svar og ætlaði að segja, að hann æti aldrei flesk undir neinum kringumstæðum, en hann fjekk ekki tíma til að skýra þetta, því undir eins og hann sagði: »Nei, men jeg«, sagði skipstjóri: »Ja, saa har De intet her at göre paa AgterdækkeU, og ýtti honum á undan sjer fram á þilfar annars farrýmis. A >Lauru« var annað farrými fremst og fyrsta aftast. Nú bæði hlógum vjer að þess- um aðförum og vorum gramir líka, og komum oss saman um, að stíga ekki fótum vorum á aftur-þilfarið fyr en komið væri til Hafnar. — Svo orti jeg brag um þetta á dönsku, sem sunginn var uppi á þilfari er skipstjórinn var upp á stjórnpalli. Bragurinn gekk um alt skipið í afskriftum og jafnvel 2. stýrimaður bað um afrit. Bragurinn var auðvitað mjög græsku- laus, en samt held jeg að skipstjóra hafi sárnað. Síðasta versið er svona: Paa Aglerdækket vi spadsere for Christiansen :,: Og det var Sjov da vi dansede :,: for Christiansen :,: Men de som Flæsket dog vragede Blev ligestrax alle jagede Bort fra Skandsen Af Christiansen, Alt for Hansen. Jeg varð löngu seinna var við, eftir að Christiansen hafði látið af skipstjórn, að honum var í nöp við ís- lenska stúdenta. — Maturinn batnaði að mun eftir þetta. Margir af strandmönnunum voru viðkynnilegustu menn. Sjerstaklega man jeg eftir skipsdrengnum. Hann hjet Carl Smidt, ef jeg man rjett, og var frá Svendborg. Hann hafði góða söngrödd og kunni margar sjómannavísur. Þær voru nú svona upp og of- an að fegurð og skáldskap til. Við vorum oft að láta hann syngja fyrir okkur, og höfðum gaman af. Jeg sat eitt kvöld uppi við uppgönguna á 2. farrými og heyrði að hann var að syngja niðri. Svo fór hann að syngja kvæði, sem vakti afhygli mína. Það voru þrjár vísur um ungan mann, sem er tekinn fasfur og verð- ur að fara að heiman og faðir og móðir standa eftir og gráta. — Jeg lærði af honum vísurnar. Síðasta vísan er svona: Ak, Fejle — dem har vi io alle Som her i Verden maa gaa, Del er saa let for en Vngling at falde, Som aldrig sin Qud tænker paa. Jeg átti svo langt samtal við hann seinna um kvöldið, um þá hættuleið, sem þeir komast á, sem gleyma guði sínum. Hann komst við og við töluðum saman um kristileg efni. Jeg fann að hann átti tals- verða alvöru inni fyrir. Þetta var mitt fyrsta samtal við danskan dreng um Krist. Seinna heimsótti hann mig tvisvar eða þrisvar á »Garði«, og svo veit jeg ekki, hvort hann er lífs eða liðinn. Mikil var hrifning í mjer, er vjer höfðum landsýn af Svíþjóð, mjer fanst jeg sjá álengdar gamlan kunn- ingja og ýmsar fornaldar minningar vöktust upp fyrir mjer þær, er jeg hafði lesið um Svíþjóð. Svo nálguð- umst vjer nú takmarkið meir og meir, og var nú mikil tilhlökkun. Aðfaranótt sunnudagsins 24. sept. sigldum vjer inn í Eyrarsund. Það sá jeg ekki, því jeg svaf, en um morgunin klukkan sjö kemur ein- hver niður þangað sem vjer sváfum og vekur með gauragangi alla og segir, að nú sjeum við að sigla inn og sje þá ákaflega fallegt með fram strönd Sjá- lands. Jeg sneri mjer upp að þili og muldraði: »Nil admirari prope res est una« og fór að sofa aftur. Svo kl. um 8 er kallað, að nú sjeum við að sigla með Löngulína, inn á Tollbúðina. Jeg reis þá upp og leit út um gluggann. Það fyrsta sem jeg sá var myndastytta, sem jeg þóttist þekkja úr grísku goða- fræðinni, að væri stytta af sigurgyðjunni Nike og sagði jeg þá: »Omen accipio, victoria vidoria!« — Svo flýtti jeg mjer á fætur. Skipið lagðist við Toll- búðina og alt varð nú í einu uppnámi og glundroða.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.