Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 37

Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 37
Ó Ð I N N 37 En þau höfðu gaman af að láta hann sjálfan leið- rjetta misskilninginn. Svo kom jeg næsta þriðjudags- kvöld kl. 6V2 og settist inn í stofuna. Svo opnaðist hún og yndisfallegur drengur stóð á þrepskildinum og horfði í kringum sig. Mamma hans sagði: »Þarna sjerðu nú Islendinginn«. — Þá kom vonbrigðasvipur á litla andlitið og hann sagði: »Ekki annað, þetta er bara maður!« en von bráðar sætti hann sig við þetta og við urðum alúðar vinir. Um 1921 var hann með bestu flugmönnum Dana. — Nú verð jeg að fara aftur í tímann, og segja frá kunningsskap, sem mjer þótti vænt um að komast í. Það var kunningsskapur- inn við skáldkonuna Denedikte Arnesen Kall. Hún var dóttir Páls Arnesen, sem rektor var í Kristjaníu og seinna í Slagelse og Fredericíu og samdi tvær stórar orðabækur, latneska og gríska. Hann var kvæntur danskri konu. Skáldkonán var alin upp hjá ] C. Kall kammerráði, varð kjördóttir hans og fjekk nafnið Kall. Hún var ógift og hafði skrifað nokkrar bækur. Hún hafði fvisvar ferðast á Islandi og var fróð um ísland og las íslensku eitthvað dálítið. Hún var mikil vinkona Tryggva Gunnarssonar og ýmissa af hinni eldri Briems ætt, mikil vinkona ]óhönnu Briem, sem giftist í Þýskalandi. Þegar jeg var heima í skóla að lesa um dönsku skáldin, þá kom jeg að nafni hennar, en gat ekki fengið mjer nægar upplýsingar um eitthvert atriði, svo skrifaði jeg henni sjálfri og fjekk vinsamlegt brjef og skrifuðumst við á nokkur brjef. Þetta var þegar jeg var í 4. bekk. Svo leið ekki á löngu eftir að jeg var kominn til Hafnar, þangað til jeg heimsótti hana. Hún var þá komin að áttræðu og orðin nær blind. Hún tók mjög vel á móti mjer og bað mig að koma sem oftast. ]eg kom svo eitthvað tvisvar eða svo. Hún hafði ennþá stái- minni og var mjög fróð. Þann 13. nóvember varð hún áttræð og þannig upp á dag ári yngri en Páll sagnfræðingur Melsteð. íslenskir stúdentar sendu henni blómvönd stóran og orti jeg kvæði, sem henni var fært, og voru þrír sendir með þetta til hennar og varð hún ákaflega glöð að fá þessa kveðju frá ís- lendingum. Rjett um sama leyti átti Christian Arentzen skáld 70 ára afmæli, það var þann 10. nóv. ]eg hafði lesið mikið eftir hann og átti kvæðasöfn hans tvö og voru í öðru hlý og falleg kvæði um ísland, og ferða- æfintýri í ljóðum um heimsókn til eins háskólabróður hans, sem þá var prestur heima. ]eg sendi skáldinu heillakveðju með þakklæti frá mjer fyrir þá gleði, er jeg hefði haft af ljóðum hans. Hann skrifaði mjer aftur mjög hlýft og fallegt brjef og bað mig um að heimsækja sig. ]eg gerði það og tók hann mjög ást- úðlega á móti mjer. Samt kom jeg ekki affur til hans. A jólunum fjekk jeg jólakort frá B. Arnesen Kall; þar var skrifað, að hún byði mjer að koma miðviku- dagskvöld 4. í jólum kl. 7 og »drikke The i al Tarve- lighed«, eins og það var orðað. Aðfangadagskvöld var jeg boðinn til fröken Finne og var það mjög skemti- legt kvöld. Vorum við Eyvind þar saman og gaf hann mjer bók eftir Sigbjörn Obstfelder og fröken Finne gaf mjer mjög fallega hálsbindisnælu. A jóladaginn var jeg tvisvar í kirkju. Var sjerlega unaðslegt að vera í Frúarkirkju jólamorgun við hámessu, því gamli Hartmann ljek þann morgun sjálfur á orgelið, en annars var hann hættur að leika við almennar mess- ur. — ]eg var um kvöldið í st. Jakobskirkjunni á Austurbrú. Þegar jeg kom heim, lá fyrir mjer jólakort frá höfuðsmanninum, Koefod-]ensen, og bauð hann mjer að koma miðvikudagskvöldið 4. í jólum. Annan í jólum fór jeg út til hans, til þess að aísaka mig. Þeim þótti þetta leitt og svo var um það samið, að jeg skyldi koma þegar jeg kæmi frá kvöldtei gömlu konunnar, því jeg yrði þar tæplega til kl. 10. Svo kom miðvikudagurinn. Jeg hugsaði að jeg þyrfti ekki að sparibúa mig, þar sem hún sæi svo illa, en af því að jeg átti á eftir að fara í boð til höfuðsmannsins, hafði jeg fataskifti og lagði svo af stað út á Austur- brú um eftirmiðdaginn. ]eg heimsótti á leiðinni fólkið í Olufsgade, sem jeg hafði búið hjá um haustið og var mjer þar vel fagnað, því drengnum þeirra, 12 ára, þótti vænt um mig. ]eg man ekki hvað hann hjet. ]eg sat þar fram undir kl. 7 og kom svo til Claes- sensgade, þar sem skáldkonan átti heima, og hringdi. Hún kom sjálf til dyra og sagði: »]æja, þjer eruð sá fyrsti og mest stundvís«. Þá grunaði mig að fleiri ættu að koma. Svo drifu gestir að, 10 fyrir utan mig, alt mesta hefðarfólk. Fröken Ð. Arnesen Kall tók mig sjálf til borðs. Við vorum 12 við borðið. Það var í fínum og uppljómuðum sal, með mjög skraut- legum borðbúnaði og feiknum af blómum. Þar voru fjórir rjettir matar með tilheyrandi vínum og öðru sælgæti. Skáldkonan ljek við hvern sinn fingur, og svo stóð hún upp og hjelt ræðu fyrir íslandi og mjer sem hinum einasta Islandssyni er viðstaddur væri. ]eg var eins og á glóðum, því jeg fann á mjer að jeg yrði að svara, og svitnaði við þá tilhugsun. Svo herti jeg nokkru seinna upp hugann og hjelt ræðu fyrir skáldkonunni, afsprengi gamalla Islendinga. Hvernig jeg komst frá þessu veit jeg ekki, en fólkið var svo kurteist, að láta sem því hefði líkað ræðan mæta vel. Eftir borðhaldið, sem stóð yfir á þriðja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.