Óðinn - 01.01.1928, Side 44

Óðinn - 01.01.1928, Side 44
44 Ó Ð I N N að sofa, og er hann kom og vakti mig stóð ilmandi kaffi á borðinu, og bað hann mig drekka og borða með sjer. Svona var það alla leiðina. Jeg hef sjaldan fundið annað eins ljúfmenni fyrir. Þótti mjer stinga í stúf við hinn fyrri. Við komum til Kristianssand og vorum þar marga tíma, og skoðuðum við fröken Finne bæinn. Svo var siglt þaðan og tekinn hafn- sögumaður til Stavanger. Skemtileg þótti mjer og einkennileg leiðin innan skerja. En hafnsögumaður- inn var ekki eins skemtilegur. Hann reiddist við skip- stjórann, jeg veit ekki af hverju, og hafði alt á horn- um sjer. Var hann alls ekki líkur Terge Vigen. Einu sinni sat jeg uppi og var að lesa. Það var rjett eftir missættið. Enginn var uppi nema hafnsögumaðurinn og sá er við stýrið stóð. Jeg gat ekki lesið, það var svo margt að sjá, sundin og skerin. Stundum var eins og skipið mundi skríða á land, en í síðasta augna- bliki opnaðist sund, er vjer gátum skriðið inn. Karlinn gekk um gólf í versta skapi. Þegar hann gekk út að hinni skipshliðinni, benti hásetinn við stýrið mjer að koma, jeg gerði það, hann hvíslaði: »Segðu skipstjór- anum að koma strax«. Jeg niður. Skipstjórinn kom upp og ljet skipið fara aftur á bak. Hann var afar- reiður við karlinn og sagðist aldrei hafa haft svo leiðan hafnsögumann. Svo var komið til Stafangers. Jeg gekk einn upp í bæinn og sá þar mikla og gamla kirkju, sem mjer fanst mikið til um. Jeg sá líka vatns- veituna, hún var rjett hjá bænum, allmikið mannvirki þótti mjer þá. — I Stavanger skiftum við um hafn- sögumann. Svo bar nú ekki til tíðinda þangað til vjer komum til Björgvinar; fanst mjer mikið til um inn- siglinguna og legu bæjarins. Það var tekið á móti okkur á bryggjunni og gengum við svo út til Sand- víkur. Það er ofurlítið þorp fyrir sig með sína kirkju og skóla. Foreldrar Eyvindar bjuggu í skólahúsinu. Þar dvaldi jeg svo í 15 daga í góðu yfirlæti. Þau hjón áttu 3 börn, tvo drengi og eina stúlku. Það var Eyvindur, elstur, stúdent, Haraldur, hann lærði að gera regnhlífar, og Borghildur, þá ógift stúlka heima. Jeg var þar sem í bestu foreldra húsum. Jeg var heppinn með veðrið, það var óvenjulega þurt og kom það sjer vel, því jeg hafði ekki regnhlíf, var mjer sagt í gamni að hestar fældust, ef þeir sæju regnhlífar- lausan mann. Við Eyvindur gengum einn dag langt upp í fjöll, og um kvöldið, er farið var að skyggja, komum við aftur niður á »Flöjen«; þar lá kaffisölu- staður rjett frammi á brúninni, og er þaðan besta út- sýni og má heita að sjá megi bæinn í flugsýn þaðan, svo bratt er fjallið. Liggur góður vegur í ótal bugð- um niður hlíðina. Jeg fór einn dag með frú de Lange út að skoða Stafakirkjuna gömlu, sem stendur á fögr- um stað fyrir utan Björgvin. — Mjer fanst vera fjörugt Iíf í Ðjörgvin. Það var gleði mikil yfir því, að búið var skömmu áður en jeg kom að samþykkja í Stórþinginu, að veita fje til járnbraut- ar milli Kristianiu og Björgvinar, hafði þá allur bær- inn verið upplýstur og öllum búðum lokað og alt í einum hátíðarljóma, tveim tímum eftir að fregnin kom um samþyktina. Það voru um þær mundir sterkar pólitiskar öldur hjá þjóðinni út af konsúlamálunum, og var hiti mikill milli hægri og vinstri manna. Fólkið, sem jeg bjó hjá, var með hægri mönnum. Einn daginn átti að halda pólitiskan fund úti á bersvæði þar uppi undir hlíðinni. Voru þar komnir forseti Stórþingsins, Uhlmann, og Berner, einn af ráðherrunum (statsraad). Þeir áttu báðir að tala. Þar kom saman múgur og margmenni, blöðin sögðu á eftir 19 þúsundir. Vinstri menn klöppuðu við hvað sem þeir sögðu, hægri menn ljetu sjer fátt um finnast. En eitt komu báðir flokk- arnir sjer saman um: Að syngja á eftir: »Ja, vi elsker dette landet«. Það var sungið með þeim krafti, að það endurómaði frá hlíðum fjallanna í kring og það var auðheyrt, að söngurinn kom frá hjarta, það voru ekki hægri eða vinstri menn, sem sungu, heldur Norð- menn, er elskuðu sitt land, hvað sem annars öllum ágreiningi leið. Annars fanst mjer eitthvað hressandi í Björgvinarlífinu, eitthvað einbeitt og ákaft og laust við hálfvelgju. Jeg heyrði dreng tíu ára gamlan segja á götunni við annan dreng: »Er du höjremand fa’r?« »Nei, jeg er venstremand, jeg!« og svo ruku þeir saman og börðust. — Dagarnir í Björgvin hafa ávalt verið mjer ógleym- anlegir. Hjónin og börnin, þar sem jeg dvaldi, voru öll samvalin, það var guðsótti með nægjusemi og ljúf- lyndi, sem einkendi það heimili. Einum dreng á að giska 10 eða 11 ára man jeg alt af eftir. Hann hjet Hákon Finne, og var bróður- sonur frú de Lange, fram úr skarandi skemtilegur drengur og fjörmikill. Jeg skoðaði vel bæinn og gamlar menjar, kirkjurnar, þýsku bryggjuna og Há- konarhöllina, það er að segja að utan. Hún var þá ekki til sýnis að innan. Hún var í hörmulegri niður- níðslu, og samsvaraði sjer ekki. Ibsen hefur líka ort napurt kvæði um meðferðina á henni; líkir henni við »Kong Lear paa den golde Hede«, og segir að þeir hafi sett á hana fíflhúfu (en Narrehætte) og á þar við rauða leirsteinsþakið, sem þá var á henni. Nú hafa Norðmenn sjeð sóma sinn og endurreist hana í gömlum stíl. — Tíminn leið nú fljótt og burtfarar- dagur kom og fanst mjer mikið um að skilja við vini

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.