Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 49

Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 49
Ó Ð I N N 49 sem hjet: Þrjár óveðursnætur. — Óveðursnóft í landi, óveðursnóft á sjó og óveðursnótt í sál. Kennarinn hrósaði þessu mjög og jeg var með sjálfum mjer hreykinn af þessu. Svo einn dag eftir miðdagsmat sagði jeg við Niels: »Nú skal jeg lofa þjer að heyra nokkuð*, svo fór jeg að lesa upp fyrir honum stíl- inn. Þegar jeg hafði lesið 2 eða 3 setningar, stökk hann upp og sagði: »Jeg má tii að spila þetta!« — Svo dró hann mig með sjer inn í hermannastofuna, hún var auð. Þar var orgelharmóníum mjög gott. Svo bað hann mig að lesa upp hægt og svo Ijek hann undir og alt kom fram, stormurinn, þylurinn í trján- um, dynjandi regnið og þrumurnar. Svo komu ein- hverjir að og það varð úr, að við gáfum þetta sem skemtun fyrir lítinn hóp næsta sunnudagskvöld. Eitt sinn var haldinn innanfjelags koncert og Niels að- stoðaði og ljek þá bæði á piano og fiðlu til skiftis. Nokkrir voru þar viðstaddir úr konunglega conserva- toríinu og urðu þeir svo undrandi yfir leik hans, að þeir komu fótum undir fjelag til þess að kosta hann og voru í því ýms stórmenni. Framtíð hans virtist vera borgið. En hann var svo ófær á öllum öðrum svæðum og vantaði svo mikið á almenna skynsemi og stillingu og hafði enga sjálfstamningu, að honum varð ekki við hjálpað. Svo fanst honum að hann vera þegar svo fullkominn, lagðist í óreglu, og allar tilraunir vel- unnara hans urðu árangurslausar. Mörgum árum seinna frjetti jeg að hann væri orðinn ræfill og lifði af að spila á einhverjum minniháttar krám á Jótlandi. Það var eins og honum væri alls varnað nenra þessa eina, alt hefði verið lagt í þennan eina hæfileika. Á hverjum sunnudegi kl. 6 vai jeg í unglingadeild- inni. Þar kyntist jeg fjölda af drengjum af öllum teg- undum, þótti vænt um þá alla og þeir hændust að mjer. Tuttugu og fjögra manna »úrval« vann í deild- inni og var skipað mörgum góðum mönnum. Bænum var skift niður í hverfi eða sveitir, var einn maður yfir hverju og stundaði þá drengi sem bjuggu á því svæði. í byrjun martsmánaðar var jeg beðinn að koma í úrvalið og taka sveit. Jeg færðist undan, bæði af því að jeg treysti mjer ekki til þess, en mest vegna hins, að jeg var alt af að hugsa um að líklega mundi draga að því að jeg yrði kaþólskur og mundi það verða sorg og vonblekking hjá vinum mínum, ef jeg yrði mikið kominn inn í starfið. Svo ljet jeg samt til leiðast að taka »sveit«, sem þá vantaði sveitarstjóra í, um tveggja mánaða tíma. En áður en jeg vissi af var jeg farinn að starfa með lífi og sál, og komst dýpra inn í starfið. Jeg stundaði líka »Skotfjelagið« og »Studenterhjemmet« og hafði marga unaðssæla tíma. Frá »Studenterhjemmet« man jeg sjer í lagi eftir tveim kvöldum. Það var þá, er prófessor Skat Rör- dam (síðar biskup) hjelt fyrirlestur um »den daglige Omvendelse® og svo voru umræður á eftir. Sá, sem svaraði Rördam mest, var pastor Sörensen við Garni- sonskirkju og sagði: »Jeg vildi að jeg mætti koma með Wilhelm Beck«, sem þá var sá maður, er menn dáðu mest og elskuðu, eða hötuðu og lastmælíu. Allir stúdentarnir báðu hann að sjá til að Beck kæmi. Svo kom Beck og hjelt fyrirlestur um »den pludse- lige Omvendelse« og var Rördam þar og urðu á eftir mjög mikilfengar umræður og heitar, er stóðu til kl. 3 um nóttina. Við Ricard gengum saman eftir fund- inn. Þá var verið að undirbúa sameiginlega altaris- göngu í unglingadeildinni (U-D) og vorum við að tala um hana. Ricard sagði: »Þjer verðið auðvitað með«. Jeg sagði: »Nei, líklega ekki, jeg get það ekki af trúarlegum ástæðum!« »Trúið þjer þá ekki á kraft og gildi sakramentisins?« spurði Ricard. Jeg sagði: »Jú, það geri jeg, en ekki á lútherskan hátt. Jeg er alveg á hinni kaþólsku skoðun*. »Guði sje lof, ekki annað«, sagði Ricard. Svo skýrði jeg honum frá því, sem jeg hafði svo oft hugsað áður. Hann sagði að best væri að tala við prestinn, sem ætti að taka til altaris. Jeg fjelst á það. Næsta dag fór jeg til prests- ins. Hann spurði, hvort jeg tryði að *gerbreytingin« færi fram undir innsetningu lúthersks prests. Jeg sagði svo vera. Þá kvaðst hann ekki sjá að neitt væri til fyrirstöðu, því það væru ekki skoðanirnar á leyndar- dómunum heldur leyndardómarnir sjálfir og virkileiki þeirra, sem væru höfuðatriðið- Svo varð þetta þannig. Jeg var með og fjekk svo mikla andlega sönnun urn nærveru Krists, að spursmálið fjekk sína lausn og það, sem hafði knúð mig sterkast fram til kaþólsku kirkjunnar, fjell úr sögunni. En jeg hafði jafnmiklar mætur á henni sem áður, skoðun mín á sakrament- inu og gerbreytingunni hefur ekki breytst, og ýms önnur atriði í þeirri kaþólsku kenningu hafa verið mjer mjög dýrmæt. Jeg hef þekt marga kaþólska trú- aða menn, sem jeg heiðra og virði sem bræður í Kristi, og jeg hef þekt sanngöfugan og sannmentaðan Jesúita, sem um eitt skeið var mjer til mikillar bless- unar og hjálpar í andlegum efnum. Saklausari og göfugri sál hef jeg sjaldan kynst. Það var pater Jón Sveinsson. Hann er einn af þeim mörgu, sem jeg þakka guði fyrir að hafa mætt. Upp úr þessari altarisgöngu urðum við Olf. Ricard vinir, og hjer get jeg ekki lýst, hvað vinátta hans hafði að þýða fyrir mig, en jeg vona að það komi smámsaman í ljós á þessum blöðum. Skömmu eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.