Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 53

Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 53
Ó Ð I N N 53 mig. Er jeg var hálfklæddur og ætlaði að fara að þvo mjer, kom alt í einu hræðileg hugsun að mjer: »En ef þetta skyldi nú vera teiknið og þetta væri guðs vilji!« »Nei, það getur ekki verið og má ekki vera«, sagði jeg við sjálfan mig, en hræðslan greip mig. ]eg stakk höfðinu niður í þvottaskálina. Þá var eins og rödd gengi í gegnum meðvitund mína, og það var sem annarlegur rómur í röddinni: »Erfitt skal þjer verða að spyrna á móti broddunum!* ]eg sagði: »Þetta er bara heyrnarblekking«, og jeg flýtti mjer að þvo mjer. ]eg kraup svo niður til morgunbænar og bað um að þetta væri ekki guðs vilji. Mjer fanst hræðilegt að yfirgefa hið blómlega starf í Danmörk; og mjer fanst heima vera ein andleg eyðimörk og jeg var viss um að íslenskir drengir mundu taka þessu illa og hafa það í spotti. ]eg fann heldur enga hæfileika hjá sjálfum mjer til þess að grundvalla og koma skipulagi á slíkan fjelagsskap. ]eg þóttist viss um, að það mundi lenda alt í handaskolum og fann að mig vantaði svo ákaflega marga kosti, sem til þess þyrftu. Mjer fanst jeg geta verið allgóður starfsmaður undir öðrum, en að eiga að standa fyrir og stjórna og leiða slíkan fjelagsskap, til þess fann jeg enga getu hjá mjer. Mjer ógaði við að hugsa um það og Iagði þetta alt fram fyrir guð, og sagði að mjer fyndist það ópraktiskt að velja mann eins og mig. Mig vant- aði líka alla glæsimensku og ytra útlit, sem þyrfti með til slíks starfs. Það voru margar mótbárur, en stöðugt hljómuðu aftur og aftur orðin: »Erfitt skal þjer verða að spyrna móti broddunum*, í sál minni; mjer fanst stundum eins og hláturskeimur í þeim. Og nú komst jeg aftur inn í aðra andlega baráttu, ennþá svæsnari en hina fyrri. ]eg bað guð um að vekja upp einhvern annan, mann með miklum hæfi- leikum, stóra persónu, til þess að koma þessu máli af stað. ]eg átti í þessari baráttu heila viku og ljet engan vita um það, en margir tóku eftir, að það var eitthvað sem að mjer gekk, en jeg vjek á bug öllum spurningum í þá átt. — Einu sinni eftir viku tíma tók jeg brjefið og las það með gaumgæfni. Þá sá jeg eitt, sem jeg hafði ekki tekið eftir áður. ]eg sá að brjefið var skrifað 30. nóvember, og á brjefinu sá jeg, að það var skrifað seint um kvöldið. Það stóð í byrjun brjefsins: »Nú er jeg var að enda við að skrifa með skipinu, þá datt mjer í hug að hripa yður í flýti þessar línur« o. s. frv. Skipin fóru þá kl. 12 á miðnætti. Það sló niður í mig eins og elding. Þann 30. um kvöldið varst þú að biðja um algerlega ótvíræða upplýsingu um, hvað þú ættir að gera, og lofaðir hlýðni; sama kvöldið kemur þessi hugsun og knýr lectorinn heima á Islandi til að skrifa þjer þetta brjef. Svo datt mjer í hug draumurinn um morgun- inn, sem jeg fjekk brjefið. Hví hefur mig aldrei áður dreymt þessa drengi? Endilega þennan morgun. ]eg varð hræddur um, að alt þetta benti í þá átt, sem jeg óttaðist mest. Svo varð jeg ásáttur við sjálfan mig, að jeg skyldi skrifa lector og skýra honum frá öllum kringumstæðum og lýsa sjálfum mjer og ókost- um mínum, einnig leggja fram mínar kaþólsku til- hneigingar og alls ekki draga úr þeim, og leggja það svo algjörlega undir úrskurðarvald lectors. ]eg skrif- aði svo í jólafríinu langt brjef og útmálaði þetta alt fyrir lector og gerði ekki minna úr mínum kaþólsku skoðunum en þær voru, og svo lýsti jeg afstöðu minni til ]esú Krists og því, að hvað sem skoðunum liði væri hann hinn fasti virkileiki, sem alt yrði að miðast við. ]eg endaði brjefið með því að segja: »Ef þjer viljið hafa mig heim með þessu öllu, þá segið þjer til, og þá kem jeg, en ef yður lítst ekki á það, þá segið mjer það og jeg yrði enn þá glaðari við það«. Svo eftir nýárið sendi jeg brjefið og bað guð að stjórna huga lectors og svari hans, eins og best væri og hann sjálfur vildi. Svo beið jeg eftir svarinu. Þennan vetur á útmánuðunum kyntist jeg ýmsum mönnum, sem höfðu mikla þýðingu fyrir mig. Peter Severinsen var þá orðinn framkvæmdastjóri fyrir K. F. U. M. og var mjer mjög vinveittur. ]oackim greifi Moltke, hirðstjóri Friðriks krónprins, var mjög starf- andi í fjelaginu og kyntist jeg honum lítillega þann vetur og var hann maður mjög blátt áfram og yfir- lætislaus og hjartagóður. ]eg vissi að hann var fljót- ur að hlaupa undir bagga með fjárhag fjelagsins, hve nær sem með þurfti. Hann var líka hinn glæsileg- asti maður í allri framgöngu og dáðist jeg mjög að honum. Þá var og gamli Clausen, maður risavax- inn og hinn kempulegasti í sjón. Hann hafði feiki- mikið hvítt skegg, sem náði langt niður á bringu. Hann var ætíð glæsilega búinn og sópaði mikið að honum. Hann var trúboði í Kaupmannahöfii og gekk um kring og predikaði í húsagörðunum. Hafði hann mikla rödd, svo að heyrst gat til hans upp á 5. sal húsanna og söngrödd hafði hann mikla. Hann var mjög einkennilegur maður. Næstum því allir borgar- búar þektu hann. Hann var heittrúaður og sífelt barnslegur og glaður, einn af þeim, sem menn aldrei gleyma, er þeir sjá hann. Hann starfaði líka í því sem kallað var miðnæturtrúboðið, sem rekið var á móti ósiðsemi borgarinnar í hinum opinberu og lög- helguðu saurlífishúsum. Hann var óhræddur við alla, sagði háum og lágum til syndanna og predikaði ]es-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.