Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 54
54
Ó Ð I N N
úm Krist kröftuglega. Margir tignarmenn snerust
til Guðs fyrir orð hans og óteljandi meðal hinna
dýpst föllnu og aumustu komust á rjettan kjöl fyrir
predikun hans. Hann hafði áður verið ríkur gósseig-
andi, en er hann var unninn af Kristi, fórnaði hann
þægindum og auði vegna fagnaðarerindisins. Hann
og Adam greifi Moltke, frændi hins fyrnefnda, stóðu
fyrir miðnæturtrúboðsstarfinu. Clausen gamli kyntist
mjer í fjelaginu og fjekk mig til þess að starfa í
miðnæturtrúboðinu eina nótt í viku. Starfið var
þannig, að vjer, sem í því vorum, gengum um sem á
verði í þeim götum, þar sem hin opinberu hóruhús
voru, og áttum að tala við alla unga menn, sem ætl-
uðu inn í þau hús og aðvara þá og reyna að fá þá
frá því. Það var ákaflega einkennilegt starf. Margir
fóru að vísu burt fyrir orð vor, aðrir sneru frá undir
eins og þeir sáu vörðinn; sumir »dispúteruðu« og
aðrir skömmuðu; að sjá beinan árangur var ekki að
vænta, því í raun og veru var það enginn árangur,
þótt þeir sneru aftur í það sinn. — Það var sex
tíma vörður frá kl. 9—3 á nóttunni. Margt einkenni-
legt gat fyrir komið, og ekki svo litla þekkingu á
sálarlífi og lundarlagi manna var þar að fá. Oftast
nær vorum við 2 saman. En verið gat að annar
kæmi ekki. Laugardagskvöld voru mín kvöld. Laug-
ardagskvöldið fyrir páska hitti jeg tvo unga menn um
tvítugt eða svo. Þeir stældu lengi við mig og voru
orðnir reiðir, svo ekki var langt frá að þeir mundu
ráðast á mig. En á endanum fóru þeir burt. Páska-
dagseftirmiðdag var jeg í Trínitatiskirkju og undir sálm-
inum fyrir predikun komu þrír ungir menn og settust
við hliðina á mjer. ]eg leit upp og þekti þá tvo. Þeir
urðu dreyrrauðir er þeir sáu mig. En jeg leit ekki
framar á þá og ljet sem jeg þekti þá ekki.
Islendingum var illa við að jeg tók þennan starfa,
þeim fanst það víst hálfgerð skömm, en aldrei
mætti jeg nokkrum Islending á þeim slóðum. Vfir
höfuð varð jeg oft að verja kristindóminn fyrir lönd-
um mínum, en oft fanst mjer að þeir fremur vildu
stríða mjer en að þeim væri full alvara með mót-
spyrnu sína. Og engan varð jeg var við, sem yrði
óvinur minn af þessu.
Seinni part þessa vetrar urðu prófasta skifti á
Garði. Ussing sagði af sjer og prófessor Larsen kom
í staðinn; hann var lögfræðingur, og hinn ágætasti
maður. Hann var trúaður maður og velviijaður. Pró-
fessor Ussing var haldið af Garðbúum kveðjusamsæti
niðri í Stúdentafjelagshúsinu; var það mjög virðulegt
samsæti. Hjsldu þar margir 'ágætarjræður, voru og
margir af prófessorunum boðnir. Þar var um leið
nýja prófastinum fagnað. Hann hjelt þar fagra ræðu.
í byrjun marts fjekk jeg brjef frá Þórhalli lector.
Dómur hans var á þessa leið: »Eftir að hafa lesið
yðar góða og langa brjef, gleðst jeg enn meira yfir
því, að þjer viljið koma heim*. Þar með var það
ákveðið, og jafnframt að jeg kæmi heim sumarið
1897; vildi jeg verja þeim tíma til þess að setja mig
sem best inn í starfið og var nú spursmálið leyst og
fanst mjer nú að jeg geta með góðri samvitsku starf-
að óskift í fjelaginu. Jeg var því allur í því. Jeg
hafði langerfiðustu sveitina, því hún náði yfir eitt af
verstu hverfum bæjarins. En með mikilli gleði minn-
ist jeg margra ánægjustunda hjá foreldrum minna
ungu vina, á fátækum heimilum, þar sem gleðin átti
heima; á góðum borgaraheimilum, þar sem ánægjan
hafði raskast um stund við útslátt og óreglu sonarins.
Hugljúfar eru sumar minningarnar úr fjelagslífinu,
frá hátíðahöldum og skemtiferðum, um fundi, sem
gáfu svo mikið og urðu ógleymanlegir; fundi, sem
fyrir mig gengu mest í það að halda óróaseggjum í
skefjum og berjast við að vinna þá til siðsemi og
vekja áhuga þeirra á einhverju nytsömu starfi eður
sporti, til þess að vinna þá fyrir Krist, er unt væri.
Það er frá þessum vetri svo margt mjer minnistætt,
en ætti jeg að fara að skrifa um það alt, mundi það
verða á margar arkir. Jeg verð nú aðeins að stikla
á stóru steinunum í frásögninni. Hugljúft væri líka
að tala um samstarfið í »Urvalinu« og einstaka menn
innan þess, en einnig það yrði oflangt. Marga gleði-
minning á jeg og marga sára endurminning um von-
brigði og getuleysi. — Ricard fór út á langt ferða-
lag til þess að kynna sjer fjelagsstarf í öðruni lönd-
um; hann átti að verða framkvæmdastjóri fjelagsins
næsta haust. Jeg saknaði Ricards mjög, því hann
komst brátt í fremstu röð vina minna. Þetta sumar
kallaði jeg saman ýmsa Islendinga á fund og ræddi
um við þá, hvort þeir vildu ekki stofna íslenska deild
innan K. F. U. M. og voru undirtektir að því góðar.
Og var deildin stofnuð með nokkrum mönnum. Þar
var Jón Halldórsson, snikkari, Pjefur Sighvatsson,
úrsmiður, Stefán Eiríksson, útskurðarmaður, Guð-
mundur bókbindari Gamalíelsson. Af stúdentum man
jeg ekki eftir öðrum en Haraldi Þórarinssyni, annars
voru það mest iðnaðarmenn. Fyrsti fundurinn var
haldinn 1. ágúst 1896 og deildin þá stofnuð. Við
höfðum vikulega fundi. Man jeg eftir ágætum stund-
um og veittist mjer hlý vinátta, sem varað hefur við
og verið mjer dýrmæt gegnum árin. Samt var deildin
aldrei fjölmenn.
Fyrir sjerstöðu mína í kristindómsmálum varð