Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 56

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 56
56 Ó Ð I N N sem jeg bjó til handa honum, var jeg að tala við hann um systkini hans og sagði: »Þið gætuð nú gefið mjer einn af drengjunum, þið eigið svo marga.« »]á«, sagði hann, »jeg held þú gætir fengið hann Hans litla«. ]eg hló og sagði að foreldrar hans mundu nú ef til vill ekki kæra sig um það. Svo leið þangað til á jólunum, og fór jeg þangað á aðfanga- dagskvöldið með jólagjöí frá sunnudagaskólanum handa Louis. Þegar jeg sat þar sagði faðirinn: »]á, hjerna er Hans litli, ef þjer viljið hafa hann«. ]eg varð svo utan við mig að jeg gat engu svarað fyrst í stað. »Þjer sögðuð við Louis að þjer vilduð fá lít- inn dreng«, sagði hann, »og nú getið þjer fengið hann sem jólagjöf«. ]eg man ekki hvað jeg sagði og maldaði í móinn; en mjer fanst að þetta ætti víst að vera svo, og jeg sagði að hann gæti að minsta kosti verið yfir jólin. Svo sagði maðurinn: »Gaa til din nye Far, Hans«. Hans gerði það og lagði hönd sína í mína. Svo fjekk hann húfu og yfirfrakkagarm og svo kvöddum við og hann fór viljugur heim með mjer, og við hjeldum okkar aðfangadagskvöld saman. ]eg trúði því, að svona ætti það að vera, og mjer fanst þetta vera gjöf, sem jeg ætti að taka á móti. Og væri það svo, þá mundi rætast úr fyrir okkur. Auðvitað var þetta stórvitlaust frá öilu skynsamlegu sjónarmiði sjeð, en þetta varð einhvernveginn svo að vera. Þessi jól urðu afarviðburðarík fyrir mig. — Ricard hafði komið heim um haustið og fekið við framkvæmdastjórastöðunni 1. nóv. og markar það nýtt tímabil í K. F. U. M.-sögu Danmerkur. Við höfðum nú U.-D. saman. Þegar leið að jólum var farið að undirbúa jólahátíðina í U.-D. Það var vant að hafa hana milli jóla og nýárs. ]eg var fyrir nefnd þeirri, er sjá átti um jólahaldið. Fyrst átti að vera jólafrje með ræðu, síðan súkkulaði drykkja og þriðji þáttur skemtun. Til fyrsta þáftar fjekk jeg Pastor Schach, einn af merkisprestum Kaupmannahafnar. Um súkkulaðið og þann partinn önnuðust hinir, en verst var að fá nokkuð til skemtunar í þriðja þátt. Svo hjeldum við fund um það heima hjá Ricard síð- degis sunnudaginn næsta fyrir jól. Þar töluðum við um margt. Myndasýning hafði verið árið áður, upp- lestur þar áður o. s. frv. Við gátum ekki fundið upp neitt. »Þeir þekkja allir þessar jólasögur«, sagði Richard. »En að búa til nýjar!« stakk jeg upp á. »]á, gerðu það«, sagði hann. ]eg sagði að jeg hefði æíiað honum það. — Svo skildum við að ekkert var ráðgert. Svo á U.-D.-fundi um kvöldið kom til mín drengur lítill og rauðhærður. Hann sagði við mig: »]eg átti að spyrja frá pabba mínum, hvort þið hefðuð ekki þörf á flöggum og vimplum og kínverskum Ijós- kerum«. Pabbi hans var herbergjaskreytari (Dekoratör). ]eg spurði, hve mikið hann gæti lánað; »vist svona um hundrað af hverju«. Alt í einu stóð jeg agndofa. ]eg sá fyrir mjer salinn skrýddan tómum flöggum og vimplum, og með tómu kertaljósi í rauðleifum kín- verskum pappírsljóskerum. ]eg sá íyrir mjer sögur, sem ætti að segja í þeirri birtu. Svo er leiðslan rann af, sagði jeg við drenginn að jeg mundi koma með honum eftir fund til pabba hans. Svo gerði jeg það og fjekk um 90 Ijósker og flögg eins og jeg vildi. Svo flýtti jeg mjer heim, jeg var eins og í eldi. ]eg setfist niður og byrjaði að skrifa: I salnum upphækkaður pallur með borði og 4 stólum. Þar sitja fjórir piltar, sunnudagskvöld fyrir jól. Herbergi Pjeturs skólapilts, gestir hans Sören járnsmiðslærlingur, ]ens búðarpiltur og Hans snikkara- lærlingur. Birtan dauf, rauðleit, táknar bjarmann frá ofninum. Þeir segja hver öðrum jólasögur, hvað fyrir þá hefur komið. — Þetta var ramminn. Um nóttina skrifaði jeg þrjár sögur. Um morguninn sendi jeg handritið til Ricards. Kl. 2 kom hann og var í sjö- unda himni. Við fengum nú pilta fil að segja sög- urnar. Svo átti jeg að koma með 4. söguna seinna. ]eg fann ekki efni og leið svo þangað til á jóladag- inn. Þá hafði jeg boðið til mín drengjum úr mínum flokki úr sunnudagaskólanum. ]eg hafði þá fengið alt skreytingarefnið heim. ]eg skreytti stofuna eins og jeg hugsaði mjer salinn og hafði 16 kerti í ljós- kerum. Svo sagði jeg drengjunum jólaæfintýri frá Islandi; bjó það til þá um leið. Þegar drengirnir voru farnir og Hans sofnaður, skrifaði jeg æfintýrið upp. Það var álfasaga. A annan í jólum áttu allir þeir að koma saman, sem segja áttu sögurnar. Þeir voru búnir að Iæra sínar sögur utanað. Frú Casse, kona hæsta- rjettardómara Casse, var við þessa lokaæfing; hún var hámentuð kona og hafði stundum haldið fyrirlestra í U.-D. Henni þótti sögurnar góðar. Nú var fjórða sagan. ]eg sagði, að snikkaralærlingurinn ætti að segja, að hann hefði enga sögu um sjálfan sig, en hann kynni æfintýri, sem einn vinur hans frá Islandi hefði sagt honum, og segja svo álfasöguna. Svo las jeg hana upp. Frú Casse sagði, að hún vildi óska að hún mætti segja þessa sögu. ]eg sagði að það gæti hún vel. Hún gæti verið íslensk kona, gift í Kh. og móðir Pjeturs, og svo hefði Hans enga sögu og hún segði svo söguna og mætti bæta þessu inn í rammann. Þetta varð að ráði. Svo kom jólakvöld drengjanna milli jóla og nýárs. Þetta hepnaðist vel. Meðan dreng- irnir drukku súkkulaði, skreyttum vjer salinn uppi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.