Óðinn - 01.01.1928, Síða 58
58
Ó Ð I N N
eins og var, að jeg ætti eklri grænan eyri hvað þá
meira. »]á, mig grunaði það. Nú skal jeg segja þjer:
Jeg var að fara með fáeinar krónur niður í spari-
sjóð Landmandsbankans, en á tröppunum þar datt
mjer alt í einu í hug, hvort þú mundir ekki þurfa á
þeim að halda, og kom með þær, ef þú vilt hafa
þær«. Það voru 20 krónur. Jeg hló og sagði: »Það
er lakur banki, sem þú ætlar nú að leggja inn í, því
jeg er hræddur um að þú tapir bæði rentum og
höfuðstóU. Hann sagðist Iíka ætlast til þess. Svo
sagði jeg honum hið sanna frá hag mínum, og að
jeg tæki þetta sem orðsendingu frá guði um að jeg
skyldi ekki vera hræddur. Jeg sæji af þessu, að nóg
ráð hefði hann og nóga vegi. Jeg veit varla hvor
okkar var glaðari, hann að gefa eða jeg að þiggja.
Nokkrum dögum seinna fjekk jeg kenslu, sem mig
munaði mikið um. Jeg fjekk brjef frá yfirkennaranum
við Östersögades Latín- og Real-skole, og bað hann
mig að finna sig. Jeg brá við skjótt, forviða á hvað
hann vildi mjer; jeg þekti hann ekki. Það var þá er-
indið, hvort jeg vildi taka að mjer að lesa með dreng
þar í skólanum, sem þyrfti aukakenslu. Hann var
sonur höfuðsmanns í riddaraliðinu (Ritmester), og áiti
jeg að fá kr. 1,25 um tímann og hafa tíma 3svar í viku.
Jeg spurði, hvernið honum hefði dottið í hug að skrifa
mjer. Hann sagði, að af öllum, sem sótt hefðu um
tilfallandi kenslu við skólann, hefði jeg best meðmæli.
Jeg varð enn meira forviða og kvaðst aldrei hafa
sótt um hana. Hann tók upp stóran prótókoll og þar
var listi yfir nær 200, sem sóttu um kenslu. Og
jeg var nr. 104; en meðmælendur voru prófessor
Larsen og próf. Har. Vestergaard. Þá skildi jeg
hvernig í öllu lá. Jeg fjekk frá öðrum skóla sams-
konar tilboð, þótt það væri ekki eins glæsilegt. Svo
að jeg komst vel af fram á vorið. Faðir Richards
sendi mjer líka 50 krónur einu sinni. Jeg gat keypt
föt handa Hans og alt baslaðist vel af. En þegar
vora tók, þá fór að koma í mig leiði yfir því að þurfa
að fara heim, og sú spurning kom upp, hvort það
væri nú ekki meiningin, að jeg yrði áfram í Dan-
mörku, í þessum starfa. Það var aftur hold og blóð,
sem fanst það girnilegra, að ílengjast í Danmörku.
Jeg var búinn að ná talsverðum tökum á starfinu
þar og geigurinn við starfið heima óx því meir, sem
jeg hugsaði meira um það. Það voru líka margir af vin-
um mínum, sem voru þess mjög fýsandi að jeg yrði kyr,
og margar tilraunir voru gerðar til þess, að útbúa
eitthvert starf fyrir mig, sem jeg gæti lifað á. Bæði
greifi Moltke og fleiri góðir menn reyndu til þess,
en hver hindrunin kom upp eftir aðra, og stundum
þegar best leit út, þá kom eitthvað til hindrunar. Um
vorið komst jeg aftur inn í fjárhagsvandræði, þegar
jeg þurfti ekki lengur að lesa með piltum, og loks
stóð jeg aftur í sömu sporum og um veturinn. Jónas
hafði oft komið og hjálpað mjer og reyndist mjer
hið besta, og mun jeg aldrei gleyma veglyndi hans.
Richard vildi og alt gjöra fyrir mig, en jeg ljet sem
minst bera á neyð minni og ljet í veðri vaka, að jeg
hefði nægilegt. Jeg flutti um vorið út í Hallinsgade
15 og bjó þar uppi á kvisti; var það góð og sólrík
íbúð, en hún kostaði líka 18 krónur. Og varð það
þyngsti bagginn.
Ein sú mesta gleði, sem mætti mjer í bústaðnum
í Hallinsgötu, var það, að Knútur Zimsen heimsótti mig
eitt kvöld. Jeg hafði sterkan grun um að mikil breyt-
ing hefði farið fram í honum, en hve langt hún náði
vissi jeg ekki. Jeg var því mjög varfærinn í tali mínu
fyrst við hann, en svo kom játningin skýr og ákveð-
in. Hann hafði fundið frelsara sinn, og vissi nú hver
hann var. Nú urðu ekki stælur og þráttanir, reynsla
okkar var orðin hin sama. Enginn hafði stælt við mig
um trúna eins alvarlega og hann, aldrei með ljettúð.
og því síður spotti, stundum með ákafa, og nú — hví-
likur fögnuður! Við sátum lengi og töluðum saman
og hann sagði mjer, hvernig Guð hefði kallað, og um
baráttu sína og sigurinn. En því öllu sleppi jeg hjer,
þar sem það er ekki mín eign, og jeg átti því miður
engan þátt í því, sem fram hafði farið. Sama gleðin
gagntók mig eins og þegar skáldið Jóhannes Jörgen-
sen varð kristinn og allir kristnir í Danmörku fögn-
uðu og glöddust; nú samt enn þá meiri, þar sem
persónulegur vinur átti í hlut. Jeg var búinn að fá
eftirmann í »íslensku deildina* og var það mikil gleði.
Tvo atburði enn verð jeg að nefna frá þessu vori,
sem höfðu mikla þýðingu fyrir mig. Þeir sýndu mjer,
hvernig Guð hjelt hendi sinni yfir mjer. Þeir eru báð-
ir af sömu tegund. Hans hafði aldrei komið út í skóg
og hafði jeg lofað honum að jeg skyldi fara með
honum þangað 5. júní. En þegar 5. júní kom, var svo
langt frá því að jeg hefði peninga til þess, því að það
kostaði 2 krónur, að jeg hafði ekki peninga til að
borga húsaleiguna. Þetta var allra seinasti dagurinn.
Um morguninn segir Hans: »Nú er grundvallarlaga-
dagurinn, eigum við að fara í skóginn?« Jeg sagði hon-
um, að það gæti ekki orðið af því, þar sem jeg
hefði ekki peninga í húsaleiguna. — »Jeg skal út-
vega peninga«, sagði hann. »Já, gerðu það«, sagði jeg.
Jeg var að þvo upp úti í eldhúsinu. Svo rjett á eftir
heyri jeg að Hans er að tala við einhvern inni í stof-
unni. Jeg fór að gægjast í gegnum gættina og sá, að