Óðinn - 01.01.1928, Page 59
Ó Ð I N N
59
Hans kraup við stól og var að segja: »Góði Guð,
gefðu okkur 18 kr. í húsaleigu og svo 2 krónur
fyrir skógarferðinni. ]eg læddist út aftur og var að
hugsa um, hvar jeg ætti nú að fá 2 kr. til þess að
traust drengsins ekki bilaði. Jeg einsetti mjer að fara
til vinar eins niðri í Fredriksholmskanal, sem var
járnvörukaupmaður, og biðja hann að gefa mjer 2
krónur. Svo kom Hans og spurði: »Eru peningarnir
komnir?« ]eg sagði »nei«. »Þeir koma, jeg er búinn
að biðja um þá«. Svo sagði jeg honum að leika sjer,
þangað til jeg kæmi, og hljóp af stað. I Farimags-
götu mætti jeg Pastor Sten. Hann stansaði mig og
sagði: »Rjett í þessu mætti mjer vel búinn maður,
sem sagði, að jeg einu sinni, er hann var staddur í
neyð, hefði lánað sjer 10 krónur, og fjekk mjer þær.
Jeg mundi ekkert eftir þessu og vildi ekki taka við
þeim. En hann vildi ekki heyra annað. Svo var jeg
að hugsa um, hvað jeg ætti að gera við þær, og þá
sá jeg yður og datt í hug, að þjer þyrftuð þeirra með.
Hann gaf mjer tíu krónurnar. Þá ætlaði jeg að snúa
aftur, en á leiðinni heim gekk jeg fram hjá kjallara-
búð, sem átti efnaður kaupmaður, er kendi í sunnu-
dagaskólanum og hafði oft sagt: »Ef jeg get hjálpað
yður eitthvað, þá leitið til mín«. ]eg hafði tekið þetta
sem velvildarsama kurteisi og aldrei gert það. Hann
barði í gluggann til mín. Jeg kom inn. Hann sagði:
»Má jeg aldrei fá færi á að gera neitt fyrir yður?«
]eg sagði: »]ú, jeg þarf tíu krónur*. »Hjerna eru
12«, sagði hann. Jeg á brunandi ferð til húseigand-
ans og svo heim og út í skóg. Hans spurði: »Kom
Guð með peningana sjálfur?® »Nei, hann sendi þjóna
sína með þá«.
Líkt þessu vildi til í byrjun júlímánaðar, og þannig
þreifaði jeg svo oft á hjálp Guðs, þegar mest á
reyndi. En allar þessar andstæður urðu til þess að
sýna mjer, að heim átti jeg að fara; á bak við lok-
uðust leiðir, og ein leið eftir opin. En tilhugsunin að
fara varð mjer æ þyngri, og þó vissi jeg undir niðri
að það var Guðs vilji. Svo laugardagskvöldið 17.
júlí töluðum við Ricard saman um heimförina; hann
vildi vita, hvort jeg færi og hvenær það yrði. ]eg
bað hann að bíða svarsins til morguns. Þá nótt átti
jeg í hinu síðasta og þyngsta sálarstríði og bænar-
baráttu. Og loks kl. 6 um morguninn var baráttan á
enda, og jeg gat sagt viljugur: »Verði þinn vilji. ]eg
er ófær til þess að takast þetta verk á hendur, en
ef þú vilt nota mig til þess, þá er það á þínu valdi,
og mjer kemur í rauninni ekki við, hvort jeg er
hæfur eða óhæfur*. Svo fleygði jeg mjer dauðþreytt-
ur og örmagna niður á legubekkinn og tók biblíuna
og fletti upp af handa hófi. Það fyrsta, sem jeg sá,
voru þessi orð: »Vfir yður hefir ekki komið nema
mannleg freisting, en Guð er trúr, sem ekki mun
leyfa, að þjer freistist yfir megn fram, heldur mun
hann ásamt freistingunni einnig gjöra endirinn þannig
að þjer fáið staðist« (1. Kor. 10, 12). Þetta hughreysti
mig mikið. Svo sofnaði jeg og svaf til kl. 9; þá
spratt jeg upp og þaut niður til Garnisonskirkjunnar,
og kom rjett í því, er altarisgestir voru að fara inn í
skrúðhúsið, þar sem skriftaræðuna átti að halda. Svo
settist Fenger í stólinn sinn og byrjaði skriftaræðuna
með þessum orðum: »Vfir yður hefir ekki komið nema
mannleg freisting o. s. frv. Svo lagði hann út af
þessu, þannig að mjer fanst öll ræðan stíluð til mín.
Það styrkti mig mikið að fá sama orðið eins og um
morguninn heima.
Svo eftir hádegið fór jeg til Ricards og sagði hon-
um að jeg færi heim með »Vestu« 18. ágúst.
Upp frá þessu kom aldrei neinn óróleiki eða kvíða-
stund yfir mig, aðeins sorg yfir að þurfa að skilja
við vini mína. Sunnudaginn 1. ág. fór íslenska deildin
skógarför út til Hilleröd, og þar skoðuðum vjer höll-
ina og skemtum oss í skóginum um daginn.
]eg fór nú að búa alt undir burtför mína, og hafði
í mörgu að snúast. Það var ákveðið, að skifta
sveitinni minni í tvær sveitir, því hún væri of stór og
erfið fyrir einn. ]eg fjekk ágætan mann fyrir mig í
sunnudagaskólann og átti bágt með að skilja við vini
mína litlu þar. Einnig var maður fenginn í 4. sveit,
það var minni sveitin; en í hina erfiðari, þá 5., fjekst
enginn áður en jeg fór. Það voru 130 drengir í henni.
Knútur Zimsen tók við íslensku deildinni.
Svo rann sunnudagurinn 15. ágúst upp. Það var
síðasti sunnudagurinn og kveðjudagur U.-D. — Alt
»Urvalið« var til altaris í Garnisonskirkju. Fenger
hafði sama texta í skriftaræðunni og 3 sunnudögum
áður, en alt aðra ræðu. — Svo byrjaði fundurinn í
U-D. Það voru um 500 drengir á fundi. Fyrst var
fundurinn haldinn uppi í efri salnum og hjelt Ricard
fagra ræðu og uppbyggilega. Svo var farið niður í
kjallarasalinn og setst að súkkulaði. Þá voru haldnar
ræður fyrir mjer og mjer voru gefnar gjafir, mjög
falleg mynd af öllu Úrvalinu og hvítur alabasturskross
á fjólulitum grunni. — Það var ein hin átakanlegasta
stund æfi minnar, er jeg að loknu samkvæmi stóð
úti á gangstjettinni og kvaddi hvern einstakan. ]eg
ætlaði alveg að gugna. Það var enginn kaupmanna-
hafnarbragur á þeim; því margir höfðu augun full af
tárum. Jeg hugsaði: Mun jeg nokkru sinni fá að sjá
þá aftur, alla þessa drengi, sem mjer þykir vænt um