Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 62

Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 62
62 Ó Ð I N N Jón Sveinsson hefði verið afkoraandi Ólafs Björnssonar á Suðureyri, sonarsonar Eggerts lögmanns Hannessonar. Eggert lögmaður gaf þessum sonarsyni sínum Suðureyri áður en hann sjálfur fór alfarinn hjeðan af landi brott. Hefur honum verið mjög ant um drenginn, því hann bjó miklu rækilegar og tryggilegar um þá gjöf en þá var títt hjer á landi, og hefur hann gert það í því skyni að jörðinni yrði ekki rift frá ólafi eftir sinn dag. Má segja, að þær trygg- ingar hafi reynst vel, ef svo skyldi vera, að þeir Suðureyrarmenn væru afkomendur ólafs og jörðin enn í ætt hans eftir hálfa fjórðu öld. í móðurkyn var Johnsen kominn af þjóð- kunnum ættum. Helga móðir hans var dóttir Sigmundar bónda í Akureyjum Magnússonar sýslumanns í Búðardal Ketilssonar prests á Húsavík Jónssonar. En móðir Helgu, kona Sig- mundar í Akureyjum, var Valgerður dóttir síra Jóns í Holti í Önundarfirði Eggertssonar á Skarði á Skarðsströnd Bjarnasonar sýslumanns sama- staðar Pjeturssonar í Tjaldanesi Bjarnasonar sýslumanns á Staðarhóli Pjeturssonar sýslumanns samastaðar Pálssonar (Staðarhóls-Páls). Kona síra Jóns í Holti var Gunnhildur Hákonardóttir prests á Álftamýri Mála-Snæbjarnarsonar Páls- sonar sýslumanns Torfasonar. Eru þetta alt þjóð- kunnar æltir, sem eigi er þörf á að rekja hjer. Johnsen ólst upp hjá foreldrum sínum til 18 ára aldurs, en fluttist þá að Suðureyri og bjó þar alla stund siðan. — Vorið 1858 kvæntist hann frænku sinni Þórdisi Jónsdóttur frá Steinanesi. Þórdís var fædd á Bafnseyri 2. júní 1838 og dó á Suðureyri 25. janúar 1924. Foreldrar hennar voru Jón skipherra Jónsson, er Iengi bjó í Steina- nesi, og kona hans Margrjet Sigurðardóttir prests á Bafnseyri Jónssonar, systir Jóns Sigurðssonar forseta. En Jón á Steinanesi var bróðir Porleifs kaupmanns á Bíldudal og voru þau Suðureyrar- hjón því bræðrabörn. Bróðir Þórdísar var Sig- urður Jónsson sýslumaður í Stykkishólmi, fóst- ursonur Jóns Sigurðssonar. Voru þau Suðureyr- arhjón 64 ár í hjónabandi og bjuggu allan þann tíma rausnarbúi. 16 barna varð þeim auðið. Af þeim náðu 12 fullorðinsaldri, 5 synir og 7 dætur. Synirnir eru: Jón bóndi á Suðureyri, Ólafur Ágúst i Bergvik á Kjalarnesi, Sigurður og Þor- leifur, báðir í Reykjavík, og Pórður, er andaðist ókvæntur á Suðureyri. Dæturnar eru 4 á lífi: María Kristín í Mayfield í Kaliforníu, gift ís- lenskum manni, Birni Gunnlaugssyni, ólína Guðrún, kona Einars Gíslasonar á Lambeyri í Tálknafirði, Sigríður og Þórdís Helga, báðar ó- giftar í Reykjavík, en 3 eru dánar: Helga kona Guðmundar Björnssonar búfræðings á Hjalla- tanga í Tálknafirði, Jensína kona Guðmundar Gíslasonar á Suðureyri og Þórunn kona Jóns bónda Jónssonar í Neðri-Hvestu í Arnarfirði. Því miður var jeg eigi svo kunnugur Johnsen að jeg geti lýst honum eða starfi hans af sjálfs míns þekkingu. En maður nákunnugur honum hefur lýst honum á þessa leið: »Johnsen hafði flest það til að bera, er prýðir hjeraðshöfðingja. Hann hafði notið meiri mentunar í æskn en venjulegt var á æskudögum hans um alþýðu- menn og hann var gæddur ágætri greind. Þetta hvorttveggja kunni hann óvenjulega vel að hag- nýta í lífinu og skapaði það honum öndvegis- sæti í fjöldamörgu. Naut hann meiri virðingar og trausts en alment gerist, meðal allra, sem kyntust honum. Fór saman hjá honum bæði vitsmunir og festa, rjettsýni og viðleitni til að vera fjelagi sínu til gagns. Sem sjálfsögð afleið- ing af þessu var það, að hann um lengri eða skemmri tima leysti af hendi flest trúnaðarstörf fyrir sveitunga sína. Hann var þannig sýslu- nefndarmaður i mörg ár og naut hann þar trausts og virðingar engu síður en heima í sveit sinni. Sáttanefndarmaður var hann yfir 50 ár. Rækti hann einnig það starf með sjerstakri alúð og oftast með ágætum árangri. Kom það þar best fram, hve mikils menn möttu orð hans og hve mikil virðing var borin fyrir skoðunum hans. 1 verslunarmálum var hann einnig braut- ryðjandi sveitar sinnar, því hann var hinn fyrsti, sem fjekk sveitunga sína til að hefja samtök til að fá hagkvæm viðskifti. — En þó hann leysti mikið og gott starf af hendi í þarfir sveitar sinnar og opinberra mála, þá var hann þó fyrst og fremst maður heimilis síns. Þar var hann hinn staki, ósjerhlífni dugnaðarmaður og ráð- deildarmaður. Og varla getur nokkur maður vakað betur yfir sæmd og heiðri heimilis sins en hann gerði. Heimili hans var því alkunnugt fyrir staka gestrisni og rausn, sem allir mættu, hvort sem þeir voru æðri eða lægri, Fyrir at- orku sína og ráðdeild varð hann allvel efnaður maður, auk þess sem hann kom öllum börnum sínum vel til manns. IJann húsaði eignar- og ábýlisjörð sína prýðilega og bætti hana á margan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.