Óðinn - 01.01.1928, Síða 63

Óðinn - 01.01.1928, Síða 63
ó Ð I N N 63 hátt. 1 öllum viðskiftum við aðra var hann hreinn, áreiðanlegur og falslaus. Hann var dulur maður, sem sjaldan ljet uppi hinar instu tilfinn- ingar sínar. En því betur sem menn kyntust honum, því betur fundu menn að hann var drengskaparmaður í öllum efnum«. Þórdís kona hans var ágætiskona og manni sínum samhent í öllu. Sami nákunnugi maður segir um hana: »Hún hafði í mörgum efnum til að bera höfðingslund og skörungsskap ættar sinnar. Rausn og festa og óbilandi trygglyndi voru aðaleinkenni hennar«. Það mun ekkert ofmælt í þessari lýsingu á þeim Suðureyrarhjónum. Hjer er ekki drepið nema á fátt eitt af því, er þau unnu bygðarlagi sínu til heilla sína löngu æfi. En ekki er að efa, að Tálknfirðingar muna þau hjón lengi og að virðing þeirra og þakklæti fylgdi þeim til grafar. Ólalur Lárusson. Guðmundur Guðmundsson Og Guðrún Ingvarsdóttir. Guðmundur Guðmundsson er fæddur 8. júlí 1840 á Litlahrauni í Stokkseyrarhreppi hinum forna og því nærri 88 ára að aldri. For- eldrar hans voru Guðmundur Þor- gilsson og kona hans Málfríður Kolbeins- dóttir, systir Þor- leifs Kolbeinssonar á Stóru-Háeyri. Þor- gils, afi Guðmund- ar, var Jónsson frá Bakkakoti í Land- eyjum, Guðbrands- sonar, Lafranzson- ar í Kornhúsum í Hvolhreppi, Þórðar- sonar á Efra-Hvoli, en kona Þorgilsar var Margrjet Gísla- dóttir, Eyjólfssonar sterka á Litlahrauni. Guðmundur fór vestur um haf árið 1870 og lenti í Milwaukee, en fór um haustið til Wash- ington-eyjar í Wisconsin-ríki og hefur dvalið þar síðan. Árið 1874 kvæntist hann Guðrúnu Ingvarsdóttur, Magnússonar frá Mundakoti á Eyrarbakka, og er hún fædd 14. marts 1842. Var Guðrún heitin Guðmundi áður en hann fór af landi burt og fór hún svo síðar vestur og var í hópi þeirra tólf, sem fluttust hjeðan 1872. Börn þeirra Guðmundar og Guðrúnar eru: 1. Málfríður, f. 4. okt. 1875; gift þarlendum manni og búa þau í Chicago, barnlaus. 2. Guð- rún Sigríður, f. 20. okt. 1877, giftist ung og á eina dóttur barna. 3. Guðbjörg, f. 3. nóv. 1879, bóndakona í Indiana-ríki, og eiga þau 4 börn. 4. Albert Theodór, f. 6. júlí 1881, kvæntur þar- lendri konu og eiga þau eina dóttur. 5. Þor- leifur, f. 14. maí 1883, kvæntur þarlendri konu og eiga þau 4 börn. Báðir eru bræð- urnir til heimilis á Washington-eyju og eiga þar fiskiútgerð allstóra, enda sjó- menn miklir og athafnamenn hinir mestu, enda eiga þeir ekki langt að sækja það, því Guðmundur faðir þeirra var tal- inn hinn mesti sjó- garpur, hugdjarfur og happasæll for- maður, meðan hann stundaði sjó á Eyrar- bakka, og svo kræf- ur sláttumaður þótti hann, er vestur kom, að hann fjekk brátt við- urnefnið »sláttuvjelin« (the mower). — Nú á síðari árum hafa þau hjónin, Guðmundur og Guðrún, stundað netagerð, og þrátt fyrir óaf- látanlega iðjusemi og háan aldur hafa þau enn fulla sjón og heyrn, lesa blöð og bækur og skrifa brjef, eins og væru þau aldarfjórðungi yngri. I brjefum sínum hingað, nú fyrir skemstu, minnisl Guðmundur oft æskustöðva sinna með viðkvæmni og velvildarhug til lands og þjóðar og er ótrúlega fróður um flest það, er fram hefur farið hjer heima síðan hann fór, og vonar, Guðmundur Guðmundsson og Guðrún Ingvarsdóltir.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.