Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 7

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 7
7 land, þá hefir ágæti fornrita vorra og fornsögu eigin- lega hvergi verið þekt fyrir utan Norðurlönd, og því getur hver og einn byrjað að rita um fornöldina og fornritin að nýju í sömu stefnu, og fyrst var hafið, eða þegar gullöld rannsóknanna og skoðunarinnar stóð, ef einungis sú þjóð, sem rithöfundurinn er hjá og ritar fyrir, ekki þekkir neitt til þess, sem um er ritað, eða til þess, sem um fornöldina hefir verið ritað. Nú vita það allir menn, að fornöld vor og fornrit eru Eng- lendingum yfir höfuð ókunn, og er því eigi mikill vandi að rita fyrir þá og láta þá halda, að enginn hafi ritað um þetta fyr, þótt margbúið sé að rita um það, og þótt búið sé að brjótaísinn svo, að mjög lítill vandi er að fremja eptirleikinn. Og þetta er því minni vandi, ef ritað er alveg tilvísanalaust og án þess að nefna nokkra þá rithöfunda, sem fengizt hafa við sama efni. Hvað sjálfan textann þessarar útgáfu Sturlunga sögu snertir, þá mun hann að mörgu leyti vera betri en í eldri útgáfunni, sem raunar hefir þann galla mest- an, að hún fæst eigi lengur. Að minnsta kosti er út- gefandinn mjög öruggur með að fyrirlíta alveg papp- írshandritin og draga stryk yfir alt, sem honum ekki líkar, án þess að færa hina minnstu ástæðu fyrir nokkr- um hlut. í tilfærslu varíantanna eða mismunandi lestr- armáta er og viða ósamkvæmni og gjörræði, og auð- séð, að margt í athugasemdunum er einungis uppteikn- að útgefandanum til minnis, og svo er það prentað ó- breytt. Oss dettur ekki í hug að fara að þræða all- an textann, en þar sem svo mikið er tekið upp í sig um óbrigðulleika, og alt annað lýst ónýtt og óhæft, þar ættum vér þó að geta heimtað rétt mál, hvort sem menn vilja afsaka sig með prentvillum eða ekki. þ>ví í slíkri bók á engin prentvilla að finnast, enda þótt alt þess konar megi bjóða Englendingum, sem fæstir hafa vit á þessu. Sem dæmi þessa getum vér nefnt:

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.