Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 8

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 8
8 En þórir úti ok var í ymsum stöðum (i, bls. 47). Norfi (Folalda-N., 1, bls. 281). Ingimundr för þá (1, bls. 287). Guðmundr vildi þá upp stand (1, bls. 348). |>ótti þá öllum vænt um þat, at þeir mundu mega vera í firði (2, bls. 31). at öll skip Kolbeins væri at- skjölduð framan til siglu (2, bls. 53). Muntu fara slíka för sem Tumi bróðir þinn för í vár á Hólum (2, bls. 54). Lík Brandr var flutt til Staðar (2, bls. 75). urðu heim þau at öngu gagni (2, bls. 153). fór Sturlu utan á Eyrum (2, bls. 269). „Tólfta-1 í miðri setningu með upphafsstaf (2, bls. 187). „Lögsögu“ í miðri setning- unni með upphafsstaf og rétt á eptir með litlum staf (2, bls. 273). til Salárdals (2, bls 302) — og gæti verið enn fleira, því engar leiðréttingar hefir þótt þurfa að prenta við bókina. Utg. gjörir og enga grein fyrir ýmsu því, er skýringar hefði þurft; svo er t. a. m. garðafitja, þar sem í eldri útg. stendur garðafylja, sem þó er einhver meining í. í VII. hluta 212. kap. stendur: þá vildi Hrani Koðránsson ljósta Phil- ippus með keyri, og svo byrjar 213 kap.: Maðr hét Hrani ok var Koðránsson. 1 III. hl. 34. kap. stendur um Hvamm-Sturlu: „|>ví at þat var opt háttr hans at göra langar tölur um málaferli sín; ok leiddist mönn- um opt á at heyra“, í stað þess að eptir eldri útg. og dómi Jóns þorkelssonar á að standa: „ok leiddust margir til að heyra mál hans“, því Sturla var mælskur maður, og þeim hefir víst ekki leiðzt að heyra til hans. 1 sama kap. á „grunaðr um gæzku“ að vera „gr. um græsku“, eptir því sem Jón J>orkelsson hefir fundið, og það finnum vér að á einmitt hér við. Rithættinum mínn, þínn, slnn, lítl- o. s. fr. er haldið í allri útgáfunni, en þó finnast þar þessi vísu-orð: haus minn á fjöl stinna (1, 288). minn þrir synir inni (2, 170). minning skaða sinna (2, 174).

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.