Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 9

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 9
9 Registrin er gott að hafa, og eru þó til margar bækur, þar sem jafngóð registur eru eða betri. Á bls. 178 segir höf., að nafnaregistrið við eldri útgáfuna sé óáreiðanlegt (very inaccurate), en þetta á einmitt heima hjá því registri, sem hann hefir sjálfur búið til. Sam- nefndum mönnum er slengt saman og alt er á tjá og tundri; og nennum vér eigi að elta það. f>að er og athugavert, að nafnið „íslendinga-saga“ á ekkert við, eins og það er haft (o: um VII. hluta Sturlunga-sögu, en ekki um annað). En það eru ekki þessir smámunir, sem oss þykir mestu varða; það eru skoðanir höfundarins í forspjalls- riti bókarinnar (prolegomena), sem margar eru barðar fram með tómum getgátum og svo miklum sleggju- dómum, að það er ómögulegt að gefa annað eins, út nema þar sem fáir hafa vit á þess konar hlutum. þetta er því merkilegra, sem það er í fyrsta sinn, að íslendingur hefir orðið til að prédika slíkar kenningar fyrir erlendum mönnum, niðra oss öllum og leitast við að svipta þjóð vora því eina, sem hefir haldið henni uppi og gefið henni máttinn í raunum og and- streymi. Höfundurinn hefir tekizt á hendur að rita um all- ar greinir fornfræðinnar: rúnamál, ritmál, lög, skinn- bækur, átrúnað, skáldskap og alt hvað heita hefir; og í formálanum (8. bls.) gleður hann sig yfir að geta nú rutt sig og komið öllu þessu á prent ('very glad he is to see them at last safely put on paper), til þess það geti staðið um aldur og æfi. Vér getum ráðið í skáld- skaparsmekk höfundarins af ýmsu í þessu forspjallsriti; færum vér þar fyrst til hið venjulega hól um Hallgrím Pétursson og Jón Vidalín, sem raunar er orðið að þjóðar-vana. J>að er víst, að mörg verk þessara manna eru ágæt í sinni röð, en þau eru alls eigi svo, að ekk- ert komist til jafns við þau. En það er einnig víst,

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.