Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Qupperneq 12
in Icelandlí [endurlifnun forns lærdóms á íslandi], er
ekkert annað en byrjunin á framförum síðari tímanna,
en þess er ekki getið með einu orði. Hann kallar
kirkjusögu Finns biskups hið lærðasta verk, er samið
haíi verið eptir siðabótina (the most learned work that
has proceeded from an Icelandic pen since the Reforma-
tion, bls. 203). Sveinbjörn Egilsson fær það lof, að hann
hafi verið „the last of the long list of Icelandic Latinists11,
bls. 182; „hann rekur lestina“ segjum vér; en á sömu
bls. er Unger hrósað fyrir „his colossal industry“ [sína
fjarskalegu starfsemi]. Að útgáfur Sveinbjarnar Egils-
sonar og Árna-Magnússonar-nefndarinnar af Snorra-
Eddu séu ónýtar, sjáum vér af þessum orðum á bls.
81: „A new edition is much needed, which should take
Codex Wormianus as its basis“ [það væri mesta þörf á
nýrri útgáfu, er ætti að leggja C. W. til grundvallar].
En á bls. 194, þar sem Madvig er náttúrlega ,æru-
skyldugast' upphafinn á guðasætið, er Bergmann kall-
aður „Nestor of Eddic studies“ [Nestor Eddufræðinnar],
og S. Bugge hálofaður fyrir „gift of divination11 [spá-
dómsanda], sem vér munum skoða betur síðar. Berg-
mann hefir tileinkað Guðbrandi bók um Harbarðsljóð.
í ritgjörð sinni um „Tímatal í íslendinga sögum“
og í innganginum fyrir þ>jóðsögum Jóns Árnasonar var
Guðbrandur Vigfússon gagntekinn af fegurð hinna yngri
skáldsagna (þótt þær í rauninni séu eldri, þá eru þær
miklu seinna ortar og stýlfærðar en fornritin). í „Tíma-
talinu“ (Safn I, 207) t. a. m. er Kjalnesinga saga kölluð
„ágæt saga í sinni röð“; en í „Prolegomena“ er hún
kölluð „spurioiis“ (sem alls ekki merkir skröksögu, eins
og höf. segir) og „fabrication“ (bls. 62 og 63). En allar
sögur eru í rauninni „fabrication", eins „Prolegomena“;
en allir sjá með hverjum huga til sagnanna þetta er
ritað. í „Tímatalinu“ er þessum orðum farið um Grett-
issögu: „Grettla hefir í ýmsu yfirburði yfir allar vorar