Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 13
sðgur ef til vill, og mun engin saga vera jafn íslenzk
í orði og anda, sem hún, og er hún í öllu lifandi ept-
irmynd landsins, sem hún gjörðist í. Hún hefir og verið
einna vinsælust af öllumsögum. í engri sögu eru jafn-
mörg spakmæli og orðskviðir sem henni“ (Safn I, 468,
og í ath. á bls. 469: „Orð Grettis eru allvíða nokkurs
konar Hávamál í sundurlausri ræðu“). í „Prolegomena"
er hún einungis orðin ^not unworthy of its popularity',í
[ekki ómakleg vinsældar sinnar] (bls. 49). f ar kemur
höf. og með eina skáldskaparhistoríuna, þar sem hann
er að líkja glímunni Grettis og Gláms við Grendels-
grápið í Bjófúlfi, en henni hefði mátt líkja saman við
svo ótölulegan grúa af slíkum sögum, að það gæti orð-
ið heil bók. — þ>að er og rangt, að kalla Göngu-Hrólfs-
sögu og þess konar sögur forgery“ [svik, fals], og
höfunda þeirra „forgers“ [svikara, falsara], eins og stend-
ur á bls. 91; á bls. 432 heita þær „worthless fabrica-
tionsíí [einkisverðar smíðar], þar sem einnig er óskað,
að þær aldrei hefðu verið til. En þetta, sem í augum
Guðbrandar Vigfússonar er „worthless“ og „the lowest
and most miserable productions of Icelandic pctr' [hið
lítilfjörlegasta og aumasta, sem komið hefir úríslenzk-
um penna] (bls. 161 og 196), er einmitt verulegur skáld-
skapur, einhverr hinn fegursti hugmynda- eða ímynd-
unar-skáldskapur, sem framinn hefir verið hvar sem
leitað er.
Hin sama ranga skoðun kemur fram, þar sem höf.
talar um útgáfur fornritanna. Hann nefnir Hóla-, Skál-
holts- og Hrappseyjar-útgáfurnar með virðingu (bls 180);
einungis af því þær eru Editiones primae, þótt þær sé
fullar af vitleysum og smekkleysum, og helmingi verri
en „Viðeyjar-Njála“, sem ekki átti upp á háborðið hjá
lærdómsmönnunum, í rauninni af engu öðru en því, að
menn hér á íslandi dirfðust að gefa út sögu; en það
hefir lengst af loðað við, að landar vorir í útlöndum