Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 15
setur upp um óþrifnað vorn og bókaskemdir, svo það
er þó orðið einum fleira af þeim, sem prédika þetta
um oss, eins og hvergi megi annarstaðar finna lík
dæmi. |>essi orð höf. hljóða þannig: „tlie damp climate,
the chances of fireíl [hið rakasama lopt, eldsvoðarnirj,
(bls. 132); „fire, damp, and ill-usage in lcelandic farms'1
(bls. 133); „In Iceland self, smoke and dirt, in farm-
houses built of turf, and imperfectly weathertight and
warmed with fires of sheeps dung, were, after all, the
greatest enemies of MSSil [þegar alt kemur til alls,
voru verstu óvinir handritanna á íslandi sjálfu, reykj-
arsvæla og saur í moldarkofum, sem leka og þar sem
brent er sauðataði] (bls. 153). Vér vitum vel, að vér
erum og höfum verið óþrifnir, en G-uðbrandur hefði
heldur átt að prédika það fyrir oss sjálfum, heldur en
fyrir útlendingum, því þess gjörðist engin þörf; og
það því síður sem hann mun varla þurfa að leita lengi
í Öxnafurðu eða Lundúnum, eða hvar sem er, til þess
að finna — ekki einungis helmingi meiri óþrifnað, held-
ur og þann óþrifnað, sem ekkert fólk á íslandi hefir
nokkra hugmynd um. Og hvað skemdunum á hand-
ritunum við víkur, þá talar hann (eins og annars er vant)
eins og hvergi hafi skemzt eða týnzt bækur nema á
íslandi. Munu öll grísk og rómversk handrit vera til
enn ? Hvað varð um bókasafnið í Alexandríu ? Hvern-
ig fór um ritverk Aztekanna í Mexíkó?
J>ó ótrúlegt sé, þá lítur samt svo út, sem höfund-
ur forspjallsritsins geti ekki svarað þessum spursmál-
um, svo barnalega ritar hann. því á bls. 152 er hann
að tala um, að töluverð viðskipti hafi verið milli Engla
og íslendinga á árunum 1413—1520, og þykir honum
bæði undarlegt og leiðinlegt, að handritvor ekki skuli
hafa flutzt þá til Englands, eins og hann viti ekki, hvern-
ig þá stóð á á Englandi, að menn munu hafa hugsað
um annað en handrit, þar sem öll bókvísi var gleymd