Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 18
18
Terrier (merkir líka hund; er það hundurinn hans Ás-
láks?), Eystein’s Red Book (er það „bókin rauða“?);
en á kortinu, sem er lítt nýtt, fátækt að örnefnum úr
Sturlunga sögu og líkast skólakorti, þar standa þessar
vitleysur: Hvalsness, Skaji, Holtamana hreppr, Hell-
inn Surtz, Hvamm, Miklibæ, Flijót, jþingeyþing, Bárð-
ardale, Oxarfjarðrheiðr o. s. fr., og hefði mátt nefna
enn fleira, sem eigi mundi hafa hneykslað oss í óvand-
aðri bók; en hér í bók, sem þykist vönduð, hneykslar
það oss. — í síðara bindi stendur á bls. 511, að þetta
sé hið fyrsta kort, þar sem fjórðungaskiptin séu á mörk-
uð, en þetta er raunar ekki sérlega mikilsvert. Kort-
ið við Landnámabókina 1843 er töluvert fallegra og
nöfnin rétt og skýr, þótt eigi séu þar fjórðungaskiptin.
Á bls. 51 o—511 í sama bindi segir höf. og rækilega
frá, að ekkert sé að marka nokkurt eitt einasta ör-
nefni hjá oss. Hvernig getur hann þá sagt (Prolegom.
bls. 14) að afstöður bæja og staða séu rangar í Njáls-
sögu? þar þóknast honum að trúa því sem nú er, en
í seinna bindinu er alt orðið vitlaust! — Mjög ómerki-
legt er ísland orðið í augum Guðbrandar!
Höfundurinn kemur víða með þá kenning, að
gjörvöll fornöldin, og öll hin fornu afreksverk og öll
hin fornu rit hafi gjörsamlega gleymzt á íslandi á 14.
og 15. öld. Hann segir, að enginn á íslandi hafi
þekt Snorra Sturluson sem sagnaritara (bls. 76), og
tilfærir þar orð eptir Arngrím lærða, sem ekkert sanna
og ekkert verður ráðið af, því Arngrímur talar þar á
huldu og með smjaðri fyrir Ólafi Worm. þ>að er eins
og þegar menn hafa sagt, að Kólúmbus hafi farið til
íslands til þess að frétta um Vesturheim, en hannhafi
ekkert frétt, því enginn hafi getað sagt honum neitt1.
*) Um þetta heiir Finnur Magnússon ritað i „Nordisk Tidsskrift for
Oldkyndighed11, 2. Bind bls. 127—129, í Grönlands historiske Min-
desmærker o. s. fr. Al. Humboldt virðist varla að álíta það víst,
\