Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 21

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 21
21 var kristinn, og að kristin trú vakti fyrir honum, eins og vér heldur ekkert vitum um, hver þetta hafi ritað. En hvað Ólaf helga snertir, þá er það kunnugt, að hann setti lög, eins og sjá má einmitt af ath. 2, bls. 205 í forspjallsritinu, og viða af sögu hans, t. a. m. 58. kap.: „hann skipaði síðan lögum með ráði hinna vitr- ustumanna;11 59. kap.: „taldi landsrétt ok lagasetning“. Ari nefnir og lög Ólafs digra (landaurana, íslb. i.kap.); og það vita allir, að eins og Ólafur Tryggvason var fyrirmynd hinna eldri íslendinga, meðan heiðninnar sól kastaði sínum hinnstu geislum á hina upprennandi kristni, eins var Ólafur Haraldsson enn fremur fyrir- mynd siðari aldanna: „Herra Ólafur hjálpin Noregs- landa“ var ákallaður til alls, jafnvel í göldrum og á- heitum, sem von var, því hann var dýrðlingur Noregs og þá náttúrlega íslands með, og alt var heimfært til hans, hvort það átti við eða eklci. það mundi varla hafa verið gjört við aðra en íslendinga, að leggja þetta út sem aulaskap, apturför, spilling, eða hvað menn vilja láta það heita, og prédika það fyrir öllum þjóð- um. Hvað mikið vissu Englendingar, Danir og Norð- menn um sín lög, sína fornöld á þeim tímum? 0. Eg sný mér nú til þeirrar aðalhugmyndar og hugsjónar höfundarins, sem hann ríður eins og Arnór galdramaður reið líkkistunni forðum. það er neitun hans á hluttekningu og höfundarskap íslendinga á Eddukviðunum og fornum skáldskap yfir höfuð. Hann vill unna íslandi að vera söguland, en lætur allan skáld- skap, eða það af honum, sem einna mest kveður að, vera eign Bretlandseyja (Orkneyja, Suður-eyja eða Vestureyja): nThe Saga,notthe Lay, is the tnce Icelandic poetn“, bls. 191. Mörg eru nú orðin heimkynni Eddu- kviðanna: Norðmenn' segja þau séu fædd í Noregi, N. M. Petersen í Danmörku, Rudbeck í Svíaríki, Grimm á jþýzkalandi og Guðbrandur á Orkneyjum. Hver veit

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.