Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 29

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 29
29 því hvorki af sjálfum sér né öðrum álitinn sem hinn verulegi smiður eða skapari hugmyndanna. Raunar má segja um drápur og vísur um konunga eða atburði, að skáldið skapar ekki efnið í þær, en það, að nöfn skáldanna eru optast nær nefnd, sýnir, að þetta var svo mikils metið og skoðað alt öðruvísi en sögurnar. Sama skoðan hefir vakað fyrir sagnamönnunum: þeir vissu með sér, að þeir sjálfir fundu eigi upp sögurnar, hvorki hugmyndasögurnar (eða goðasögurnar eða hin- ar mythisku sögur, sem erfðar voru í gegnum margar aldir, og sumar, t. a. m. Göngu-Hrólfssaga, komnar frá austrænum þjóðum), og enn síður hinar sönnu sögur; þeir fundu, að enginn sagnamaður skapar atburði lífs- ins, að hann er ekki skapari sögunnar. þess vegna eru höfundar Eddukviðanna eigi nefndir. Til er raun- ar skáldskapur, sem ortur er út af goðasögum, svo sem Haustlöng og þ>órsdrápa, en það eru drápur eða lofkvæði. Hvað sem um þetta er, þá hefir hvorki Guðbrandur né nokkur annarr getað sannað neitt um aldur og uppruna Eddukviðanna, og þeir, sem eigna íslendingum þær, standa óhraktir enn og munu aldrei verða hraktir með neinum sönnunum, þótt ýmsir mál- fræðingar — danskir, norskir, og Guðbrandur, sem raun- ar er enginn eiginlegur málfræðingur, heldur sagnfræð- ingur, en allrasízt „œstheticus* — gjöri sér að skyldu að ganga framhjá því sem þeim þóknast, einungis af per- sónulegum ónotum, eða sérvizku. Að tala um „Proewiking poetry“ [skáldskap eldri en víkingaöldin] (bls. 190) er einnig hægt, eins og ætíð er hægt að byggja loptkastala. það er líka hægt að tala um skáldskap steinaldarmanna og Præadamíta, og má jafnvel rita um þetta „Prolegomena“. J>að er ekki því að fagna, að vér höfum tæmt for- spjallsritið fyrir Sturlunga sögu, sem í rauninni er sjálf- sagt ekkert annað en „Schedae“, lausir seðlar og Sibyllu-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.