Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 40

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 40
40 ið þetta sama stykki á i l/a degi og fengust af þvi í fyrra sumar 14 hestar, en 18 í sumar er leið. þ»að, sem að er við þessa sléttu, er það, að hún hefir ekki verið plægð í beð, svo hún er nú farin að verða tals- vert ójöfn. Við hliðina á þessari sléttu var annað stykki, er plægt hafði verið fyrir 3 árum, og sem nú er gróið að mestu leyti upp aptur, en ekki hafa menn tek- ið eptir, hversu mikið hefir fengizt af því. f*að stykkið var undir eins plægt í teiga og látnar færikvíar ganga á því ein tvö sumur. J>ær sléttur hafa vaxið fljótara til en hin, og lítur út fyrir, að hún muni verða jöfn og halda sér betur“. „þetta sýnir, að tún, sem nokkur rækt er í, geta fljótt sprottið aptur, þótt þau séu plægð með grasrót- inni og öllu saman; en þar á móti er það sannreynt, að útskæklar og móar utan við tún, ef þeir eru plægð- ir, að þá koma þeir mjög seint til aptur, opt ekki fyrri en eptir 10—12 ár og verða samt optast nær gras- snöggir“. þessu síðast nefnda til sönnunar vil eg færa til kafla úr bréfi er eg hefi nýlega fengið frá Torfa jarð- yrkjumanni í Olafsdal, og er hann svo hljóðandi: „Magrir og hijóstrugir túnmóar, sem plægðir eru upp með grasrótinni, munu ekki gróa upp og verða að brúkanlegu túni fyrri en eptir mörg ár, og vil eg í því tilliti geta þess, að sléttur hér í Olafsdal, sem þannig eru gjörðar, eru eptir 17—20 ár ekkieinsgóð- ar og þær, sem um sama leyti voru gjörðar með að rista ofan af og þekja. Mismunurinn á kostnaðinum við þessar flatir og hinar tyrfðu er miklu minni en margur ætlar, einkum ef maður hefir ekki önnur verk- færi en plóg og algengt tindaherfi“. Guðmundur jarðyrkjumaður Olafsson er í ritgjörð sinni um þúfnasléttun, sem prentuð er í 1. ári And- vara 1874, bls. 139—164, mjög meðmæltur þessari slétt-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.