Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Qupperneq 41
41
unaraðferð, sem hann kallar „flagsléttu“. Hann seg-
ist hafa reynt, að flagslétta, sem hentugur áburður var
borinn á, hafi verið fullgróin á 3 árum, og hafi gefið
eins mikið eða meira gras en jafngömul „þakslétta“,
sem tyrfð var með slæmri grasrót.
þ>essar greinir hefi eg sett þeim til bendingar,
er reyna vildu að flagslétta.
Um kostnaðinn til að slétta dagsláttuna er það
að segja, að eptir þvi sem alment gengst við hér um
sveitir, þá má reikna fullkomnum verkamanni í fæði og
kaup 3 krónur á dag, einkum sé þar með talið verk-
færa lán. f>eir, sem plægja og leggja plóg, herfi, ak-
týgi og hesta til, leigja sig fyrir 5 kr. á dag að for-
sorgun meðtalinni. Verður þá kostnaðarminnst að hafa
þijá menn i verki með þeim, sem plægir, svo alt geti
gengið jafnt fram, og að hin leigðu jarðyrkjutól og
plóghestur verði tilhlýðilega að notum.
Með hinni 1. sléttunaraðferð gjörði eg að það
næmi 80 dagsverkum að slétta dagsláttuna, og þegar
hvert dagsverk er reiknað á 3 kr., verður allur kostn-
aðurinn 240 kr.
Við hina 2. sléttunaraðferð ætlaði eg á að 72
dagsverk gengju til dagsláttu-sléttunarinnar á 3 kr.
hvert, verður þá kostnaðurinn 216 kr.
Við hina 3. sléttunaraðferðina er ráðgjört, að 53
dagsverk gangi til þess að slétta dagsláttuna. J>ar af
gjöri eg 40 dagsverk á 3 kr., en 13 dagsverk á 5 kr.
Verður þá kostnaðurinn 185 kr. f>essi sléttunaraðferð
er að öllu leyti hin hagfeldasta, og ættuþví allir, sem
gætu, að viðhafa hana.
Um kostnað við hina 4. sléttunaraðferð sleppi eg
að gjöra áætlun.
Er nú tilvinnandi að taka fé á leigu til að leggja
í sléttunarkostnað ? Eg ætla nú að gjöra ráð fyrir, að
dagsláttan fáist sléttuð fyrir 200 kr., sem eg tek að