Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 43

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 43
43 að innan. f>essi garður vel hlaðinn stendur alt að 30 ár og er að þvi leyti betri en hinir fyrtöldu, sem hann stendur lengur og hefir grjótið í sér. Sé efnið við hendina, hleður maðurinn 2—3 faðma á dag. 4. Garður af tómu gijóti einhlaðinn. J>essi garð- ur er ekki varanlegur, en auðvelt að endurbæta hann, því efnið er allajafna við hendina. Sé grjótið við og sé það hagkvæmt til hleðslu, þá hleður maðurinn á dag alt að 5 föðmum. 5. Garður af grjóti tvíhlaðinn. þ>essi garður er í alla staði beztur. Af honum hleður maðurinn 2—3 faðma, þegar hagkvæmt efni er við. 6. Ekki get eg ráðlagt að hafa girðing úr járn- vír með tréstólpum á milli. Fyrst er að þeirri girð- ingu ekkert skjól; í annan stað smýgur fé gegnum girðinguna, nema strengirnir séu því þéttari; í þriðja lagi hleypur stórpeningur á þessar girðingar, aflagar þær og slítur. En að hafa lágan garð undir afhveiju efni sem er og einn járnvírsstreng yfir er betra. 7. þ>á er hin sjöunda girðing, vörzluskurðir með garðlagi túnmegin, hlöðnu af grasrótinni ofan af skurð- inum og moldinni, sem upp úr honum kemur. Hafi maðurinn góð verkfæri, má ætla, að hann grafi alt að 8 föðmum á dag af nægilega breiðum og djúpum vörzlugarði. J>að er ekki auðvelt að gizka á, hvað 1 faðmur af túngarði kosti, því það er undir svo mörgum ástæð- um komið, hve dýrkeyptur manni verður hann; en eg ætla, að eg fari eigi allfjarri lagi, gjöri eg, að faðm- urinn — 3 áln. danskar — kosti upp og niður 1 kr. 33 aura. Nú vil eg víkja aptur máli mínu að jörðinni, sem eg upphaflega tók til dæmis og gjöra ábúanda henn- ar svo stórhuga, að hann kosti til að slétta túnið og girðaþað. Túnið ráðgjörði eg að væri 12 dagsláttur og

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.