Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 44

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 44
44 að sléttun hverrar dagsláttu kostaði 200 kr., verður þá sléttunar-kostnaðurinn 2400 kr. Túngarðurinn kring um það set eg að verði 450 faðmar, og þegar kostnaður- inn við hvern faðm er metinn 1 kr. 33 a., þá hleypur girðingar-kostnaðurinn 598 kr. 50 aur., eða í tugatölum 600 kr. Allur kostnaður við sléttun og girðing túnsins verður þá 3000 kr. Eg set nú, að við túnbót þessa vaxi árlegi arðurinn um 6 heyhesta afhverri dagsláttu, svo að nú fáist eins 13 hestar af dagsláttunni að jafnaðar- tali, eins og áður fengust tæpir 7.; hefir þá töðuaflinn aukizt um 72 hesta, og sé hver þeirra reiknaður affeins á 4 kr. verður upphæðin..................288 kr. Verksparnaður m. m., eptir áður sögðu, við dagsláttuna 6kr., gjöra við 12 ..........72 kr. Koma 360 kr., sem sýnir, að 12 kr. ágóði kemur árlega af hverjum 100 krónum kostnaðarins. En — þegar tún er svona sléttað og girt, þá er líkast til, að ágóðinn verði meiri, en eg hefi til þessa talið, og skal eg sanna það með dæmum, teknum úr búnaðarskýrslum Suðuramtsins. í Hvítaness-túni í Borgarfjarðarsýslu eru vellir, sem gefa 28 hesta töðu af dagsláttunni, og blettur er þar, sem gaf af sér að tiltölu eins og 60 hestar fengj- ust af dagsláttu. Af Hvítaness-túni, sem er rúmar 20 dagsláttur að stærð, fékkst rúmur hálfur fjórtándi hest- ur (>3.65) af dagsláttu að meðaltali. Dannebrogsmaður Geir Zóega í Reykjavík fær nálægt 120 hestum töðu af túni sínu, sem er 4 dag- sláttur á stærð. Bóndi í Hafnarfirði fékk 20 hesta að tiltölu af dagsláttu, af bletti, sem hann hafði grætt upp. Björn prófastur Haldórsson, sem bjó á næst liðinni öld (1752—1781) i Sauðlauksdal, ætlar til í Atla, að kýr- fóðrið, eða það sem eg kalla 40 hesta, fáist af hálfri annari dagsláttu það er 26% hestar af dagsláttunni.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.