Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 48
48
Allur sinu-úrgangur og moð borið i haug og bland-
að vallarafrakstri er góður undirburður, einkum sé haug-
vatni eða þvagi yfir hann helt. Áburðurinn ofan á
þökurnar þarf að vera frjór og léttur, t. a. m. hesthús-
haugur, moði blandinn, einkum töðumoði, eða þá mykju-
vatn eða forarvatn þunt.
f>ví meiri stund, sem lögð er á túnræktina, þess
meiri þörf verður á áburðinum, og þess meiri nauðsyn
að auka hann með öllu móti. Um þetta efni eigum
vér ágæta ritgjörð „um áburð“, eptir Svein búfræðing
í 30. ári Nýrra Félagsrita 1873, bls. 28—76, og bendi
eg með mestu ánægju til hennar. Sömuleiðis eigum
vér f 1. ári Andvara góða ritgjörð um þúfnasléttun
eptir Guðmund jarðyrkjumann Olafsson, sem áður er
sagt.
Ef túnræktin ætti að vera í bezta lagi, er full
þörf á að slétta upp aptur svo sem 15. hvert ár, og
ætti þá að slétta upp aptur tiltekinn túnhluta árlega.
Eg enda þá grein þessa með þeirri hugheilu ósk,
að þér, kæru samlandar, ræktið tún yðar sem bezt, og
að þér af eigin reynslu komizt til sömu sannfæringar
sem eg, að túnræktin sé ein hin arðmesta, áhættu-
minnsta, hagfeldasta og skemtilegasta atvinnugrein.