Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 50
5°
kunn, kom inn aptur 1692, var sama ár kallaður til
konrektors eður heyrara í Hólaskóla af Einari biskupi
þorsteinssyni og varð, eptir þriggja ára dyggva þjón-
ustu í þessari stöðu, 1695 skólameistari á Hólum í stað
Egils Sigfússonar. I því embætti sat hann 12 ár, til
1707, við bezta orðstír, nema hvað hann þótti harður
við skólasveina. Einir tveir af öllum lærisveinum
hans sluppu hjá höggum, sem sé Ormur Bjarnason,
síðar prestur á Melstað, og þorlákur Skúlason, síðar
prestur á Grenjaðarstað. Hafði Jón þá bú f Geldinga-
holti og giptist 1703 Guðrúnu Einarsdóttur biskups,
sem var 38 ára, eins og hann. Frá 1692 hafði hann
haft svokallað vonarbréf fyrir Stað í Steingrímsfirði;
var hann, við fráfall síra Magnúsar prófasts Einarssonar,
vfgður til þessa brauðs 1707 af Jóni meistara Vídalín
og varð árið eptir prófastur í Strandasýslu.
Eins og kunnugt er, vildu allir prestar í Skálholts-
stipti hafa Jón prófast Haldórsson, föður Finns bisk-
ups, í stað Jóns biskups Vídalíns, þegar hann féll frá
3. ágúst 1720, enda studdi Fuhrmann amtmaður að
því. En, það er eins kunnugt, að Jón Haldórsson var
lítt framgjarn maður, mun og hafa haft pata af, að
Ditleifur geheimeráð Vibe hafði, fyrir fortölur Arna
prófessors Magnússonar, boðið Jóni Arnasyni SkálfTolts-
stól. Fór Jón því utan 1721, tók biskupsvígslu áboð-
unardag Maríu (13. febr.) 1722, kominnaptur samsum-
ars, reið á alþingi til að sitja sýnodal-réttinn og byrj-
aði biskupsdóminn með því að setja frænda sinn, síra
Árna í Hvítadal, prest til Saurbæjarþinga, frá embætti
fyrir drykkfeldni. Urðu menn þá fljótt áskynja, hvers
vænta mátti af honum, og brá nokkuð í brún, því
meistari Jón Vídalín hafði ekki tekið svo hart á þeim
breiskleika. Jafnframt útgaf hann umburðarbréf um
uppfræðing barna og fyrirskipaði barnalærdómskver,
sem hann hafði sjálfur látið prenta í Kaupmannahöfn.