Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 54

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 54
54 ein guðhrædd og rettvís ekkja------“ og í öðru bréfi til Jóns sýslumanns í Grenivík segist hann: „----ávallt biðja til Guðs, að hjálpa sér til, að gjöra ekki rángt eða ángra frú Vídalín, því flestir séu með henni og móti sér--------“. En — hvað um það, hann kom sínu fram, og auðg- aði Skálholtsstað, þó útlátin kæmu, ef til vill, annarstað- ar niður, en þau áttu. Undir fáum biskupum í lútherskum sið mun jafn- mörgum prestum hafa verið vikið frá embætti, eins og í tíð Jóns Árnasonar. Auk síra Árna, sem fyr var getið, setti hann síra Gissur Bjarnason í Hellna- þingum af fyrir óreglu í útdeilingu altarissakramentis- ins, síra Arnfinn Magnússon, prófasts að Stað í Stein- grímsfirði Einarssonar, er í því nær 40 ár hafði þjónað Ogurþingum, síra Sigurð á Krossi í Landeyjum, syst- urson Jóns meistara Vídalíns, síra Jón þórðarson á Sönd- um í Dýrafirði frá embætti fyrir ofdrykkju. En — ekki var það ófyrirsynju, hvað þá tvo síðastnefndu snertir, því báðir höfðu verið svo drukknir í kirkju, að þeir hnigu frá altarinu fram á kórgólfið, voru færðir úr skrúðanum og látnir upp í bekk, meðan einn af söfn- uðinum las húslestur í kirkjunni (sbr. kgsbréf 26. apr. 1737); var síra Jón þórðarson eptir það kallaður Jón Dettir. En stórum fleiri voru þeir prestar, sem biskup skriptaði bæði opinberlega og leynilega. Við suma þeirra kom hann ekki hörkunni fram, fyrir því að amt- mennirnir, Fulirmann og síðar Lafrenz, skárust í leik- inn, svo sem síra þórð Jónsson í Reykjadal, er átti biskupi margt gott upp að unna, en reyndist honum erfiður; vildi biskup víkja honum frá fyrir ýmsa óreglu og jafnvel guðlast, en amtmaður hlífði; þó lauk svo, að hann varð að taka opinberlega aflausn í Reykja- dalskirkju, og dó að lokunum sem veizlukarl í Skál- holti. Álíka var ástatt með síra Magnús Snæbjarnar-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.