Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 61

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 61
6l 5. Donatus, grammatík og latínsk-íslenzk orðabók, Kh., 1734- b. óprentaff, helzt: 6. Íslenzk-latínsk orðabók. 7. Ritgjörð í bréfsformi til Jóns meistara Vídalíns, um framburð á grísku og latínu. 8. Ritgjörð í bréfsformi til Páls lögmanns Vídalíns um tíund, eykt, ping. 9. Varnarrit gegn Páli Vídalín og Árna Magnússyni fyrir Bergþórs statútu. B. Eptir affra, en sem Jón biskup kom á framfæri: 1. Joh. Arndts sanni kristindómur, íslenzkaður af sira þ>orleifi Árnasyni á Kálfafelli á Síðu, Kaupmanna- höfn, 1730. 2. Rostochs postilla, íslenzkuð af síra Pétri Einarssyni að Miklaholti, Kaupmannahöfn, 1739. 3. íslenzk sálmabók, Kaupmannahöfn, 1742. 4. Upprisusálmar Steins biskups, Kaupmannah., 1743. 5. Joh. Lassenii bænir, fslenzkaðar af síra þ>orsteini Gunnarssyni, Kh., 1743. Jón biskup var mikill búhöldur og fyrirhyggju- maður, og kallaður naumur hversdagslega. En þó liggur meira eptir hann af stórgjöfum, en flesta bisk- upa vora. Gaf hann til prestsseturs Garpsdal vestra, Berufjörð eystra, Strönd í Árnessýslu, Arnarbælií Gríms- nesi, Geitagil til Sauðlauksdals, Háfós til Otrardals, Veigastaði til Svalbarðs, styrkti marga námsmenn til bókiðna, svo sem Einar, síðar skólameistara, Jónsson, Jón stúdent Árnason, er dó erlendis, þórð, síðar prest í Reykjadal, Jónsson, er verst reyndist honum o. m. fl., ól mörg börn upp, bæði konur og karla, og kom þeim til manns, svo sem síra Jóni Andréssyni í Arnar- bæli, síra Agli Eldjárnssyni á Utskálum, Erlendi Niku- lássyni, síðar heyrara á Hólum; hafði hann þann sið, að skilja svo við hvert fósturbarn, hvort það var karl

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.