Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 62
62
eða kona, að gefa þeim io hundr. í jörðu, sumum, og
helzt skyldum, meira. Mörgum fátækum kirkjum gaf
hann messuklæði, og lét aldrei neinn ráðvandan þurfa-
mann fara synjandi af sínu heimili. Enda var hann
auðmaður mikill, og svo mikill búsýslumaður, að aldrei
hélt hann ráðsmann í Skálholti, sem þó var biskupa
siður. En ekki varð hann kynsæll að því skapi; hann
átti einn son barna, Áma, sem sigldi til Kaupmanna-
hafnar háskóla, lagðist þar i óreglu, kom inn aptur
undir helzt til harðan húsaga föðursins, varð rænuleys-
ingi og lifði þannig báða foreldra sína. Jón biskup
var hófsmaður mesti um alla hluti; enda þótti hann,
eptir stöðu sinni, leggja lítið í skart og veitingar. Starfs-
maður var hann mesti og sást aldrei iðjulaus. Hann
var þéttvaxinn meðalmaður, og heilsuhraustur alla æfi.
Á 78. aldursári visíteraði hann í síðasta sinni í Skapta-
fellssýslu sumarið 1742, og var þá hress eptir aldri. En
veturinn eptir — um kvöldið þann 3. febr. 1743, tók
hann snögglega harða sótt með verkjum og andaðist
5 dögum síðar, 8 febr. 1743.
Jón biskup var, eins og sjá má af því sem á undan
er gengið, einarður og hreinskilinn þrekmaður, réttlát-
ur og framkvæmdarsamur, en harður og stirður, og
fremur óvinsæll, meðan lifði. Hvorki var hann annar
eins lærdóms- og gáfumaður og Brynjólfur Sveinsson,
né annar eins mælsku- og kennimaður og Jón Vidalín,
því siður annar eins snillingur í öllu háttalagi, eins og
sumir af biskupum vorum eldri og yngri, en hann var
einkar þarfur maður á sinni tíð, og er honum vel lýst
af manni, sem þekti hann vel, og var smjaðurlaus,
Eggerti Olafssyni:
I kallan sinni valinn var, svo virðar núna
Játa fæstir jafnast muni
Jóni biskupi’ Árnasyni,