Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 13

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 13
13 nefnd hvorttveggja, Æverlingar og Húnröðlingar. f>ar næst er það óvíst, hvort Húnröðlingar er sama ætt sem kyn Hafliða. f>ar sem Húnröðlinga er getið, má rekja ætt þeirra til Húnröðar, föður Jóns Húnröðarson- ar, en eigi lengra, og er því líklegt, að það sé sá hinn sami Húnröðr, sem ættin er kend við; en vér vitum eigi hvers son sá Húnröðr var; en með engu móti hefir hann verið sami maðurinn og afi Hafliða, því að Jón Húnröðarson lifðiásíðari hluta 12-aldar1, en Hún- röðr Véfröðarson var samtíða Hallfreði vandræðaskáldi og Sigurði biskupi, er var með Olafi Tryggvasyni, og hefir Gunnlaugr munkur sagt frá viðureign hans og Sigurðar biskups í Olafssögu sinni, er hann ritaði á latínu2; hefir Gunnlaugr eflaust haft sögu sina frá ættmönnum Hafliða. í Sturlungu og Guðmundar sögu er getið um deilur Jóns Húnröðarsonar og þórðar ív- arssonar frá þorkelshóli (1184)3; lýkur þeim málum svo, að þórðr gjörir Jón Húnröðarson sekan skógar- mann. J>að eru nú allar líkur til þess, að þ>órðr þessi hafi verið bróðir J>orsteins þess, sem gaf Snorra Sturlu- syni Æverlingagoðorð, sonur ívars þórðarsonar Hafliða- sonar Mássonar. A það bendir bæði tíminn, sem hann lifði á, bærinn, sem hann býr á, í nágrenni við Breiða- bólstað, þar sem Hafliði hafði búið, og það að nafni 1) Sturl. 1878. IV, 9. k. (I. b. 100,—102. bls.). 2) Fms. III. b. 20. og 169.—170. bls. Hallfreðar s. 10. k. (Leipz. 1860, 109. bls.). 3) St. 1878. IV. 9. (I. b. 101.—102. bls.), Biskupa s. I., 427. bls. þórðr hefir verið Ivarsson en eigi Másson, og er hann þó nefndur svo í Sturlungu á einum stað, en tvisvar Jvarsson (eptir útg. Guðbr. Vigfússonar). I Sturl. 1878, IV. 13. k. (I. b., 106. bls.) er getið um lát Bergþórs þórðarsonar á Stangarfola, og nefnir útgáfa Guðbr. Vigfússonar föðurBerg- þórs þórð Einarsson, en í handritinu B (Á.M. 122 A) stend- ur Ivarsson, og svo hefir Resensbók (Biskupa s, I. b., 435. bls.), og er þetta eflaust sami maðurinn og þórðr frá þor- kelshóli.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.