Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 40

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 40
40 en ekki eins glitrandi og kökukolanna, þau er harð- ari en kökukolin, og brotna í flísar. f>au bráðna ekki í köku, þegar þeim er brent, og heldur ekki gefa þau frá sér eins mikið gas eins og kökukolin; einnig kviknar ekki eins fljótt í flísakolunum, og þau þurfa meiri loptsúg, ef þau eiga að loga, en þau gefa af sér sterkan og jafnan hita, eru þau því opt höfð til eldsneytis við gufuvélar. Ekki loga þau í opnum eld- stóm eins vel og kökukolin, en i lokuðum ofnum má vel hafa þau til eldsneytis. Cannelkol eða Parrotkol eru svört eðagrásvört að lit; gljái þeirra er litill eða þvínær enginn ; þau brotna í skelbrot eða flísabrot. f>au eru þétt, hörð og þung, og gefa frá sér mikið gas, þegar þeim er brent, og því eru þau einkum höfð til gasgjörðar. í>egar búið er að ná úr þeim gasinu, verður eptir coke, sem þá er hafður og notaður eins og sá coke, sem fæst úr kökukolunum. þ>au eru kölluð Cannel- eða Candle-kol (kertiskol) af því, að ef maður tekur af þeim þunna mola, og kveikir á þeim, þá loga þeir eins og kerti. f>að má fága þau, eins og lignit, og eru opt búnir til úr þeim ýmsir smíðisgripir, t. a. m. tóbaksdósir, blek- byttur, perlur og fleiri skrautgripir. 4. Anthracit er hin elzta af öllum kolategundum, og finnst hann neðst í kolalögunum. í Norður-Ameríku og sunnarlega í Wales á Englandi er mikið af þess- ari kolategund. f>essi kol eru hörðust, þéttust og þyngst af öllum kolum; þau eru járnsvört að lit, hafa málmgljáa opt með regnboga bliki (iridescent), og brotna í skelbrot. f>að kviknar seint í þeim; þau vilja springa í stykki þegar þau hitna, brenna með rauðri glóð, en með litlum eða engum loga ; þau þurfa mjög mikinn loptsúg, en hita fjarska mikið; eru þau mjög mikið höfð við gufuvélar, til að draga út málma, og til að bræða þá, sem og til ýmislegs annars verknaðar.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.