Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 48

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 48
48 kökukol, þvi þau gefa mest gas. Kolin eru hituð i retortum, sem eru pípur úr eldföstum leiri eða steyptu járni, og taka 200—400 pund af kolum hver um sig; þær eru látnar liggja láréttar í eldstó, þannig tilbú- inni, að halda má pípunum glóandi heitum. Gasið, sem myndast, og sem samanstendur af samblöndun ýmis- legra gastegunda, ásamt koltjöru og vatnsgufu, fer út úr retortunum gegnum járnpípur, en kolin verða að coke, sem er tekinn burt úr retortunum, þegar alt gasið er á burtu horfið. Gasið er leitt upp og ofan gegnum röð af löngum járnpípum, sem standa beinar upp; kólnar það af því svo mjög, að tjaran ogammon- ia-vatnið, sem hiti retortanna rekur frá sér sem gufu, þéttist og verður að vökva í pipunum, og rennur niður í ílát, sem sett eru undir til að taka við því. Gasið er því næst hreinsað, á þann hátt, að það er leitt gegnum ílát, sem full eru af slöktu kalki, dregur kalkið í sig kolsýru og aðrar skaðlegar lopttegundir, sem eru í kolagasi. Þegar búið er að hreinsa gasið, er því safnað í stór járnker, sem eru látin hanga á hvolfi niður í vatn; eru ker þessi kölluð gasometers. þaðan er því hleypt gegnum mjórri pípur, sem liggja undir strætum borganna, inn í húsin, þar sem á að hafa það til ljósmetis. Kolagas er bæði mjög þægilegt og ódýrt ljós- meti. í samanburði við hversu vel það lýsir, er ekk- ert ljósmeti eins ódýrt, nema, ef til vill, steinolía, sern lýsir því nær eins vel, þegar henni er brent í góðum lömpum, og sem er því nær eins ódýrt ljósmeti, eins og gas; þó er hún ekki að öllu leyti eins hentugt ljós- meti. Aðalgallinn við gasið er það, að það getur lekið út úr pípunum og blandast saman við loptið í her- bergjunum, þar sem það er brúkað; þegar þetta vill til, þá getur orðið slys af því, annaðhvort á þann hátt, að það gjöri loptið í herbergjunum óheilnæmt og eitr-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.