Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 52

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 52
52 úr því, að bora niður í steinolíuklettana. f>etta tókst mæta vel; menn fengu á þennan hátt fjarska mikið af olíu, og sumir brunnarnir gáfu í fyrstunni af sér hér um bil 2000 tunnur á dag. Olíunni var vanalega náð upp með dælum úr brunnunum, en sumstaðar, þegar fyrst var borað, spýttist olían með miklu afli mörg fet í lopt upp eins og gosbrunnur. jpetta kemur til af því, að borinn fer inn í hinn neðri hluta af holu, sem inniheldur steinolíu, en efri hluti hennar er fullur af kolavatnsefnislopti undir töluverðum þrýstingi; þegar holan opnast afbornum, þá minnkar þrýstingurinn, og hið innilokaða lopt þenst út, og rekur olíuna á undan séruppáeptir bornum. Mörgslyshafa stundum viljað til við slík tækifæri, af því að kviknað hefir í gufunni, um leið og hún leitaði út; hefir þá olíugosbrunnurinn orðið að eldgosbrunni. Geysilega mikið af þessari steinolíu fæst á hverju ári frá Ameríku; brunnarnir í Pennsylvaníu gáfu árið 1876 af sér 8,968,900 tunnur. Áður en steinolían er brúkuð, verður að hreinsa hana með sóda og brennisteinssýru og að distillera hana optar en eir.u sinni; eru þannig tekin úr henni öll ó- hreinindi, og er henni um leið skipt niður í þrjá hluta — naphtha, brennsluolíu og áburðarolíu (lubri- cating oil). Naphtha er létt, gufandi og mjög eldfimt efni, sem er haft til að uppleysa gutta-percha, til að ná fitublettum úr fötum, og til þess að búa til úr liti og gljákvoðu. þ>að er og haft til að búa til úr hið svo- nefnda „loptgas“ (air-gas), þannig, að loptstraumi er þrýst gegnum naphtha, og tekur hann þá með sér svo mikið af naphtha-gufu, að hann getur logað eins og kolagas. Naphtha var um tíma brúkað til þess að brenna á lömpum, en því var bráðum hætt, þar eð slíkir lampar eru mjög hættulegir sökum þess,

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.