Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 68

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 68
68 Góður þykir mjer grautur méls. Gleður hann svangan maga; En sé hann úr blóði og soði sels, Svei honum alla daga. Á fiskæti er meðferðin mjög misjöfn hér á landi. Fer sveitamaðurinn jafnan betur og sparlegar með það en sjávar- bóndinn. Stiptamtmaður Tbodal kendi mönnum fyrst að búa til fisksúpur með sýru, sem er bin bezta og drýgsta með- ferð á blautum fiski, bvort það er lax, silungur, beilagfiski eður annar nýr fiskur. I Yestmannaeyjum er sá góði siður, að binda fyrir kútmaga, þá soðnir eru með lifur í, því annars fer lifrin til einskis gagns út í soðið. Sömuleiðis láta Vest- mannaeyingar mjöl saman við lifrina. Mörgum sjávarbænd- um bafa þótt búdrýgindi að hrognakökum, sem eru biinar til úr þorskbrognum nýjum og mjöli, síðan soðnar í sýrublöndu. Sömuleiðis eru svil og gytjur góð upp úr súru, eins og sund- magar og kútmagar. Sveitamaðurinn er stórum nýtnari með að gjöra sér mat úr uggum, sporðum og fiskbeinum, beldur en sjávarbóndinn. Almennastur er votabruðningur, þá þess konar bein eru seydd i vatni. En purrabruðningurinn er öllu betri og kostnaðarminni upp á eldivið. Hann er þannig til búinn : pottur eða ketill er látinn upp yfir eld með vatni; þar yfir er látin grind eður tunnustafir, þar á ofan beinin, yfir þau hlemmur, þar yfir leppar eður garðtorf, svo gufuna leggi ekki upp úr. Sé ketillinn svo stór, er botnlaus tunna látin ofan á rimarnar, og bundið svo yfir hana og alt í kring. Aðrir hvolfa einum potti yfir annan og fylla bann með bein- um. Ef vatnið seyðist of mjög niður, sem kannað er með spítu, þá er bægt helt vatni ofan með börmunum. þessum bruðningi er annaðhvort safnað í skyr til vetrarforða og skyr- drýginda, eður hann er smámsaman etinn með smjöri eða mjólk. Gjöra má og roðastöppu úr roðum, sem vel eru af- vötnuð og öll bein úr tínd, sýru og dálitlu af smjöri, og borða bana með brauði. Alt frá fornöld hefir það þótt góð brúk- un á silungi og sílum, að salta það niður til frambúðar. þetta ber Kirkjubæjarklausturs máldagi með sér, því selta

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.