Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 6
6
áleiðis, að hún gat sagt: »ekkert Eddukvæði getur
verið eldra en ura 800« (Bugge); en nú var mikið
unnið, svo að segja annað deiluefnið upprætt. Jeg
held jeg fari ekki með nein ósannindi, þótt jeg segi,
að um hitt deiluefnið hafi flestir menn um sama
leyti heldur hneigst að þvi, að Eddukvæðin hafi
orðið til í Norvegi. Svo mikið er víst, að í formála
fyrir bók, sem kom á prent 1884, er komist svo að
orði (bls. II): »Að vísu hafa Íslendíngar í öllu veru-
legu að eins tekið við, geymt og skrifað upp Eddu-
kvæðin*.1 Þessi orð eru ótvíræð, og sá sem skrif-
aði þau var dr. Björn Magnússon Olsen. Nú segir
BMÓ (bls. 1), að sjer hafi »brugðið í brún«2 við að
sjá í hinni litlu bókm.sögu minni, að jeg teldi »flest-
öll Eddukvæðin . . ort í Noregi o. s. frv.«. Ágripið
kom út 1890; á þessu 5—6 ara tímabili hefur þá
BMO breytt skoðun sinni á heimili Eddukvæðanna
svo gjörsamlega, sem hægt er; slík breytíng getur
nú ekki hafa átt sjer stað án vandlegra rannsókna,
og vildi jeg því hafa óskað, að BMÓ hefði birt á
prenti rannsóknir s í n a r, þótt litlar líkur sjeu til,
að þær hefðu breytt til muna mínu áliti. En því-
lik skoðanar-breytíng sýnir ásamt með öðru, hve
erfitt alt þetta mál er viðureignar. Jeg þóttist
hafa veður af þessum erfiðleikum, enda hafði jeg
kynnt mjer nákvæmlega rit manna um þetta mál;
þegar jeg svo fór að hugsa um að safna til og
1) Á dönsku: »Ganske vist har det islandske íolk over-
for Eddasangene væsenlig forholdt sig modtagende, opbe-
varende og nedskrivende«.
2) Til þessarar undrunar var nú samt lítil ástæða, úr
því að jeg ljet skoðanir uppi, sem BMÓ hafði sjálfur haft.
Síst af öllu átti honum að geta »brugðið í brún« við það.