Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 35
35
hvort BMÓ er full alvara með henni.1 Þegar tekið
er tillit til þess, hvernig þessi samtöl og eintöl
eru, hvernig framsetníngin er, full af málaleing-
íngum og þessk onar, getur eingum blandast hugur
um andlegan skyldleik þessara kvæða sjerstaklega
í fullri mótsetníng við öll önnur Eddukvæði.
Hinu hef jeg aldrei neitað, að þessi líkíng, þessi
skyldleiki, sje ekki full sönnun fyrir því, að þessi
kvæði sjeu öll grænlensk, en það er sennilegast eft-
ir minni ályktunaraðferð (sjá að framan s. 9—10). Þess
utan eru svo einstöku atriði í kvæðunum sjálfum,
sem styrkja þetta, og hef jeg tínt það í bók minni.
Auðvitað finnur það ekki vægð 1 augum BMÓ, og
svo koma skýríugar-tilraunirnar. Svo er t. d. með
alkunna vísuhelmínginn í Sig.kviðu: »Opt gengrhon
fBrynhildr] innan | ills um fylld | ísa ok jökla | apt-
an hverjan» (bls. 115). Hjer hefur Bugge ætlað
{hann hefur ekki «sýnt« það, eins og BMÓ kemst
nð orði), að isa ok jökla væri eignarfall eins og ills
og stjórnaðist af fylld. Jeg get ekki neitað því, að
mjer hálfgremst það, að BMÓ skuli ekki vera á
mínu máli um skilningu á þessum orðum, alveg m á 1-
fræðislega talað. Mjer finst jeg hafa svo næma
tilfinníngu fyrir mínu móðurmáli og fyrir þvi, hvað
menn geta sagt og hafa getað sagt, að jeg get ekki
skilið, að neitt islenskt, norskt eða grænlenskt skáld
nokkuru sinni hafi getað komist svo að orði um
1) Þetta minnir mig á hina síðustu bók G. Stephens, þar
sem hann vill sanna móti Wimmer, að eingar þýskar rúnir
(rúnaletranir) sje til, aí því að þær, sem »þýskar» sje, sjeu
svo undratáar í samanburði við öll þau hundruð, sem til sjeu
4 norðurlöndum. Stephens sannar þetta með því að eins
að gefa lista yíir allar rúnaletranir! En orðmyndirnar, málið
og rúnamyndirnar, — það er einskis virði!
3*