Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 63
63
Jónsson svo vel, að jeg get fullvissað FJ. um, að
honum »varð það ekki ósjálfrátt« að setja engid,
völlinn og sumardalinn inn í þíðingu sína á kvæði
Runebergs. Hann gerði það með fullri skinsemd af
ásettu ráði til að staðbinda kvæðið við Island og
gera Islendingum það áþreifanlegra og skiljanlegra.
Eða heldur FJ., að Jónasi Hallgrímssini hafi »orðið
það ósjálfrátt« að þiða orð Schillers í »Kindes-
mörderinn« »was löwe und tiger schmelzen kann« á.
þessa leið:
alt, sem vargs vanga
vœta mátti tárum?
Hann setur hjer »varginn« (o: úlfinn) firir ljónið og
tigrisdirið hjá Schiller, og var hann þó ekki alinn
upp við úlfaþit frá blautu barnsbeini, enn hann gerir
það samt, af því að honum finst sú hugmind, þó
útlend sje, þjóðkennilegri, skiljanlegri og viðfeldnari
á þessum stað firir íslendinga. Þar að auki er ekki
neitt sjerstaklega íslenskt í þessari náttúru-
lfsingu Kristjáns, ekkert, sem ekki gæti eins vel átt
við svo að segja um hvert land sem vera skal, t. d._
um ^Joreg. FJ. heldur, að menn hafi verið bundnari
við staðinn í fornöld enn nú á tímum, af því að þá
hafi engar járnbrautir, engar bækur nje blöð verið
til. Að því er járnbrautirnar snertir, þá á það ekki
við ísland—hjer eru ekki enn komnarájárnbrautir
nema á pappírnum og í munninum — og að því er
snertir bækurnar og blöðin, þá hefur hin munnlega
sagnamiðlun milli þjóðanna að nokkru leiti bætt það
upp, einkum þar sem um tvær þjóðir er að ræða,
er höfðu svo mikið saman að sælda eins og Norð-
menn og Islendingar. Enn setjum nú svo, að menn
hafi þá verið staðbundnari enn nú, er það víst firir
því, að þeir hafi þá verið kunnugri náttúru ættjarðar