Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 21
21
Islenskt skáld hafa farið eða dottið í hug að hafa
það í kvæði, þegar ekkert rak hann til þess, ekki
einu sinni hljóðstafirnir, og um mörg orð annars
var að velja. Það sem BMO segir um stund er til
stoklcsins (í sama kvæði sem hitt, Hárb.lj.), þá er
það byggt á misskilníngi á minum orðum. Jeg á
ekki við orðið stund, þegar jeg tala um (bls. 62)
vegaleingd, sem sje norsk; jeg á náttúrlega við það
sem miðað er við, þ. e. orðin til stolcksins, og sýni
BMO rojer, hvar hún kemur fyrir f íslensku; þar á
móti getur ekkert verið náttúrlegra en þad i Nor-
egi. Um jafnendr hef jeg talað varkárlega (»ja,
m á s k e ogsá« osfrv.) og þar með talið orðið óáreið-
anlegt sem sönnun. Jeg verð að segja, að jeg yfir
höfuð að tala hef verið mjög varkár með að leiða
einstök orð fram til styrkíngar mínu máli — eins og
bók rm'n sýnir —; jeg hef rekið mig sjálfur á, hvað
slíkt getur verið hæpið; og skal jeg færa til eitt
dæmi. Orðið Tcópa kemur fyrir í Hávamálum og
finst í norsku bændamáli enn þann dag í dag; í
ísl. bókum finst orðið hvergi, hvorki fyr nje síðar.
En í seðlum Árna Magnússonar hef jeg fundið vott
um orðið á Islandi. Hann segir: »Kóper otiose
contuetur aliqvid nulla observatione dignum (Danice:
gaber). Þetta orð sagði Þórdís Jónsdóttir, að Sölvör
Vigfúsdóttir hefði brúkað«. Að þetta eigi við full
rök að styðjast er óefað. Þetta og annað eins hef-
ur kent mjer að vera varkárum.1 En það er öðru
máli að gegna um orð, sem eru nöfn á sjerstökum
hlutum, gripum, amboðum eða þjóðlitseinkennum;
1) Að þessu leyti erum við BMÓ hjer um bil samdóma
(smbr. bans orð s. 35—6). Að bann gerir mjer ástæðulausa
getsök (bls. 36) er af því sem hjer er sagt ljóst.