Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 28
28
■þess að telja kvæðið n o r s k t (hinu síðara atriði
kefur BMÓ ekki neitað), er e f n i þess; þar er talin
•ætt Óttars heimska af Hörðalandi og er búníngur
kvæðisins goðfræðiskendur; Óttarr og annar maður
höfðu veðjað um ættgöfgi og Freyja lætur Hyndlu
tröllkonu kenna Óttari alt hans ættartal. Það er
þ e s s a konar kvæði, sem jeg á bágt með að telja
i s 1 e n s k t frá 1 0. ö 1 d; en BMÓ hefur skýrt frá
skoðun minni i of almennum orðum. Jeg hefði get-
að skilið, að kvæðið væri frá 12. (eða 13.) öld, ef
það væri íslenskt, en þá hefði það og sjálfsagt feing-
ið alt annan búníng. Það er því til lítils að vitna
í Heimskrínglu eða önnur sögurit um Norðmenn og
Noregs konúnga frá 12. og 13. öld. Þótt Islendíng-
ar hafi þá r i t a ð um Norðmenn, er ekki sagt, að
þeir hafi ort um þá á 10. öld kvæði sem Hyndlu-
ljóð. Sú ástæða er, eins og opt brennur við hjá
BMÓ, svo, að hún hittir mig ekki, hrekur ekkert
hjá mjer. Þessvegna held jeg fast á skoðun minni,
meðan hún er ekki hrakin með sterkari rökum,
þeirri að þetta kvæði geti ekki verið íslenskt og frá
10. öld um leið, af því að jeg þekki ekkert það í
fari og andlegum tilhneigingum Islendínga á 10. öld,
sem geri mjer skiljanlegt, að annað eins kvæði og
þetta sje ort á Islandi.
Þá kemur meginatriðið hjá BMÓ, kaflinn ura
Völuspá (bls. 78—104). Ef alt væri talið vandlega,
sem um Völuspá er búið að rita, yrði það eingin
sraáræðisrolla, og væri það í rauninni að bera í
bakkafullan lækinn að halda áfram. Jeg hef í bók
minni skrifað svo rækilega um þetta kvæði, sem
auðvitað er eitthvert hið lángmerkasta allra Eddu-
kvæða, að jeg gæti vísað til þess, því að jeg hef
harðla litlu eða eingu við að bæta.