Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 91
91
■unnið, og má í þvi nokkuð satt vera, þótt hcinn hafi
aukið, og það annað, að Ari haíi tekið herfáng alt,
•en bændur ei af haft nema það er lítt nýtt var af
klæðaslitrum þeirra; er það og líklegt, því Ari hefir
metið konúngi féð, enn þótt ei hafi sem fylzt verið
útgoldið. En margt er í sögn Jóns, er hann hefir
logið með öllu; var það helzt að hann kvað þá sak-
lausa hafa drepna verið, og prest einn þar vestra,
Jón Grímsson, nálega hafa tekið af þeim óviijugum
hvað er hann vildi og Ara vera hið mesta illmenni
annað en þann prest og hinn fjölkunnugasta mann«.
(Arb. V, hls. 136—137). Og skömmu áður segir Jón
Espólin: »Taldi hann (þ. e. Jón lærði) kýngiveður
hafa brotið skip þeirra«.
Jón sýslumaður fer hér mjög óráðvandlega með
frásögn nafna síns. Jón lærði segir hvergi að Ari
bóndi hafi tékið (þ. e. dregið undir sig) allar eigur
Spánverja þeirra sem drepnir voru, heldur að eins
að þær hafi verið fluttar heim í Ögur. En líklegt
•er, eins og Jón Espólín segir — Jón lærði leyfir sér
ekki að segja neitt í þá átt — að »féð hafi ei verið
sem fylzt útgoldið«, því Ari bóndi þótti fégjarn og
harðdrægur, eins cg margir höfðíngjar í þá daga.
»Ari varð oddviti fyrir drápi Gasgóna á Vestfjörðum
1615«, stendur i Sýslumannaæfum Boga Benidikts-
sonar, »og er mælt að hann hafi haft sinn fullan
hluta af fé þeirra, sem annarsstaðar þar sem hann
kom því við«. (Sm.æfir II, bls. 83). Jón lærði segir
hvergi, að allir Spánverjar hafi verið drepnir sak-
lausir. Hann tekur einmitt fram, að sumir þeirra
hafi farið með gripdeildir og aðra ósvifni og þeir
áttu því refsíngu skilið, ekki líflát, en t. d. hýðíngu.
Hinir, sem ekkert ilt höfðu unnið, voru drepnir sak-
lausir, og er undarlegt að Jón Espólín, sem var