Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 11
11
sem hefur dvalið í Noregi og sjeð eða heyrt alt
það, sem er norskt í kvæðinu — en það sjá allir
þegar í stað, hve hæpin og óvisindaleg þesskonnr
hugmynd er; enn þá hæpnari og furðulegri verður
hún þó, þegar á hana fellur bjarminn frá þeirri
vissu, að e k k e r t sjerstaklega í s 1 e n s k t kem-
ur nokkurstaðar fram; hvernig er það t. d. skiljan-
legt, að refurinn — þetta eina rándýr og skaðræð-
isdýr á Islandi — skuli hvergi koma fram, beinlínis
nje óbeinlínis?. Það vill nú svo vel til, að það er
beinlínis hægt að sanna, hve þesskonar skýríngar-
tilraunir eru hæpnar og mögulegleika-vegirnir glæfra-
legir. I einu Eddukvæðinu eru sagðir ýmsir draum-
ar, er konur dreymdi; eina dreymir, að »björn er
inn kominn, bryti upp stokka, hristi svá hramma,
at vér hrædd yrðim« osfrv.; þessi draumur er ráð-
inn svo, að björninn — sem er hvítabjörn
(»hvítabjörn hugðir») — merki »hregg austan«; þótt
ekkert væri annað að styðjast við en þetta, mundi
jeg samkvæmt aðferð minni ekki g e t a ráðið ann-
að, en þetta kvæði væri ort á Grænlandi;
hvergi nema þar gat hugmyndin um hvítabjörnu
verið svo Ijós og hræðslan við þá svo hjartanleg,
að hvortveggja gæti vakið drauma hjá mönnum.
Enn greinilegri vottur um upprunann er orðið aunt-
an; k o m a hvitabjarnarins er þýdd móti komu
a u s t a n-vinds; þar sem draumurinn og kvæðið varð
til, komu þá þessir birnir »að austan«. Þá sjaldan
að hvítabirnir hafa hrakist á ísum til íslands hafa
allir vitað, að þeir komu norðan og norðvestan eða
úr þveröfugri átt við þá, sem kvæðið getur um.
Að eins á Grænlandi, þar sem íslendingar höfðu
sest að (helst Eystri byggð), er þetta orðatiltæki
rjett og eðlilegt. Það tekur því öll tvimæli af. Auk