Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 95
95
átt þetta handrit áður en Bókmentafélagið eignaðist
það.
Þar sem þáttur Jóns lærða hefir verið prentaður
þykir eiga vel við að koma hinu heimildarritinu,
»Spönsku vísum« á prent líka. Þá getur hver sem
vill borið þau saman. En með því að þátturinn er
prentaður í dagblaði, sem eflaust verður mjög sjald-
gæft með tímanum, eins og öll dagblöð (vikublöð),
þykir mér réttast að lýsa stuttlega vígum Spánverja
og atburðum þeim er lúta að þeim, áður en eg færi
til kvæðið sjálft, og fer eg þar bæði eptir því og
þættinum.
Þar er þá til að taka að fyrra hluta 17. aldar
fóru Spánverjar að venja komur sínar til Islands til
hvalveiða. Hvalveiðamenn þessir eru venjulega
taldir spanskir og svo munu þeir flestir hata verið,
en sumir þó franskir. Jón lærði tekur það skýrt
fram, en ekki er það rétt hjá honum, þar sem hann
kallar St. Sebastian »Fránkaríkis hérað«, því það
er borg í Baskafylkjunum. Spánverjarnir vóru úr
Baskafylkjunum, en það er svolítiil landskiki sunnan
við austasta hlutann af spánska hafinu. Frakkar
þeir sem voru í förinni hafa aptur verið Gasgónar
eða átt heima í Gascogne, stórri sveit, einna syðst
á Frakklandi vestanverðu. Jón lærði segir, að einn
af fyrirliðum hvalveiðamannanna hafl átt heima í
«eylandi Fránkaríkis skamt eitt nálega suður frá
Hollandi*, en það getur ekki verið rétt eptir afstöð-
unni. í króknum milli Spánar og Frakklands eru
eingar eyar, en nokkru norðar eru eyarnar Ile df
Oléron og Ile de Ré, vestur undan Vendée og á
Jón líklega við aðrahvora þessa eyu, ef sögn hans.
er áreiðanleg. Það lítur annars svo út sem hann
hafi ekki haft greinilegar sagnir af landaskipun er-