Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Blaðsíða 48
48
um nálaraugað. Trúi hver sem vill, að Norðmenn,
hafi hugsað sjer jörðina vaxna eintómum lauki í ár-.
daga, þegar »sól skein sunnan á salarsteina«! J eg
get ekki trúað því, og FJ. naumast heldur, ef hann,
vill satt segja. Þó að jeg hafi aldrei ferðast um
Noreg, þikist jeg þó mega fullirða, að lauksius gæt-
ir mjög lítið meðal plantnanna þar, og mjer fiustþað.
því alveg óhugsandi, að nokkrum Norðmanni hafr
nokkurn tima getað komið til hugar að gera alla.
jörðina að einum stórum laukagarði. Þessi »mögu-
legleiki« er því að minni higgju alveg »ómöguleg-
ur«. Og þá hinn »mögulegleikinn«, að lankr skunni*
að vera nefnt sem pars pro toto«? Jeg verð.
að játa, að mig rak í rogastans, þegar jeg las þessi.
orð, og ætlaði varla að trúa mínum eigin augum.
Getur það verið, að FJ. sje alvara að skoða lauk-
inn sem part af plöntu í almennri þíðingu, líkt og
sýjur eru partur af skipi.1 Eða gerir hann sig.
hjer sekan í þeirri hugsunarvillu að blanda samau
hugmindunum ’pars pro toto’ og ’species pro genere’
(’tegund firir kin eða flokk’, ’hið sjerstaka í stað.
hins almenna’)? Jeg veit eins vel og FJ., að það er
mjög alment í fornum kveðskap að setja partiun
firir heildina, t. d. borð, sýjur, húfr firir skip,
þremjar firir sverð o. s. frv. Enn hitt kemur
mjög sjaldan firir, og varla nema í íslenskum
kveðskap, að sjerstök hugmind sje sett firir almenna.2
1) Samlíkingin er FJ.ar sjálfs.
2) Nokkuð öðru máli er að gegna um það, að nöfn e i n-
staklinga fá allolt í kveðskap sjerstaka þíðingu,
þannig að þau tákna tegundina; svo eru t. d. hestaheitin
blakkr, hrafn, valr leidd af eiginnöfnum einstakra hesta
(Blakkr, Hrafn, Valr), enn hins eru engin dæmi, að t. d. hestr -
tákni dír alment.